Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2020 18:23 Ylfa Mist Helgadóttir ræðir við Jónínu Sveinbjörnsdóttur íbúa Bergs í Bolungarvík í dag. Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. Á sjötta tug hafa greinst með veiruna á Vestfjörðum. Þar af eru um 30 í Bolungarvík. „Margir eru veikir og margir eru hræddir um að verða veikir, einhverjir eiga einhverja ástvina sem eru veikir, sumir eru alvarlega veikir, fólk er óttaslegið. Það er mjög eðlilegt,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, Bolvíkingur og sjúkraliði. Rúmlega 240 eru í sóttkví í bænum. Þar af eru sex íbúar hjúkrunarheimilisins Bergs í sóttkví og fjórir sýktir af veirunni. Drífa Gústafsdóttir og Ylfa Mist Helgadóttir mokuð frá hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík svo ættingjar íbúa gætu heilsað upp á þá. Vonar að íbúum Bergs líði vel Ylfa vonar að íbúum þar líði vel. „Ég vona bara að því líði vel og ég treysti því. Ég veit það eftir langa starfsævi á Bergi að það er hvergi hugsað eins vel um fólk og þar, og ég hugsa að það sé eins núna.“ Hún segir Bolvíkinga hafa hugsað upp á nýjum leiðum til að hafa samskipti. Ein þeirra er að grýta snjóboltum í rúður til að athuga með líðan fólks. Þá er nýjasta tækni notuð óspart. Á Bergi er til dæmis búið að hjálpa íbúum að læra á spjaldtölvur svo þeir geti spjallað við vini og vandamenn í gegnum Netið. Mokuðu frá svo hægt sé að heilsa upp á íbúa Bergs Ylfa var ásamt vinkonu sinni að moka frá Bergi þegar rætt var við hana í dag. „Við erum báðar í sitthvorri sóttkvínni og höfum farið hérna um bæinn, með tvo metra á milli okkar að lágmarki og mokað frá fyrir fólk. Okkur veitir ekki af hreyfingunni. Við erum að moka hérna frá Bergi því við vitum að margir vilja heimsækja sína nánustu eins og hægt er. Það er gert með því að ganga að glugganum og segja hæ við mömmu og pabba eða ömmu og afa. Þá er kannski ágætt að þurfa ekki að vaða snjóinn upp í handveg.“ Óttuðust fá smit fyrir tólf dögum Fyrir tólf dögum höfðu Vestfirðingar áhyggjur af fáum smitum. Það gæti þýtt að takmarkanir yrðu lengur á Vestfjörðum en öðrum landshlutum. Skömmu síðar fjölgaði þeim á ógnarhraða. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða færði skýr skilaboð í dag. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Við höfðum engin svör við þessu og ég sendi Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni tölvupóst sem svaraði um hæl að það yrði að fylgja fyrirmælum og þetta gæti þroskast á ólíka lund eftir landshlutum. Svo þurftum við ekki að bíða lengi þar til skellurinn kom. Skellurinn kom, hann læddist aftan að okkur og sló þar sem síst skyldi hjá veikasta fólkinu okkar inni á hjúkrunarheimilunum. Mín skilaboð til landsmanna eru því þessi; Ekki verða værukær! Þegar þetta gerist þá gerist það á ógnarhraða og getur haft skelfilegar afleiðingar. Sofnum ekki á verðinum,“ sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á fundi almannavarna í dag. Nornaveiðar engum til góðs Gylfi sagði veiruna lúmska og snúin staða sem blasir við heilbrigðisstarfsfólki. Það þarf áfram að mæta til starfa til að hlúa að fólki sem er inniliggjandi eða íbúar hjúkrunarheimila. Mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsfólk gæti fyllstu varúðar til að smitast ekki og smita aðra. Það dugi stundum ekki því veiran getur smitast þó einkennin séu engin og þó einkennin komi síðar. Þetta hafi raungerst hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hann sagði heilbrigðisstarfsfólk bera með sér tvíþættan ótta í brjósti. Annars vegar að sýkjast af sjúklingum en ekki síður óttinn við það að smita skjólstæðinga sína. „Þetta hefur raungerst hjá okkur og raunar höfum við þurft að kalla til áfallahjálpar og sálfræðiaðstoðar til að tryggja að þessi beygur yfirvinni okkar ekki heldur höldum áfram að mæta til vinnu og stefnum og ekki neinum í hættu,“ sagði Gylfi og bætti við: „Ég get allavega sagt ykkur þetta að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólki batnar ekki við nornaveiðar almennings og fjölmiðla um það hver það var sem bar smit inn á hina og þessa stofnuna eða hvernig það bar til í smáatriðum. Áfram þurfum við að hlynna að fólki. Áfram þarf heilbrigðisstarfsfólk að koma til starfa með þennan tvöfalda ótta í brjósti. Ef við fylgjum öllum leiðbeiningum þá komumst við í gegnum þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. Á sjötta tug hafa greinst með veiruna á Vestfjörðum. Þar af eru um 30 í Bolungarvík. „Margir eru veikir og margir eru hræddir um að verða veikir, einhverjir eiga einhverja ástvina sem eru veikir, sumir eru alvarlega veikir, fólk er óttaslegið. Það er mjög eðlilegt,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, Bolvíkingur og sjúkraliði. Rúmlega 240 eru í sóttkví í bænum. Þar af eru sex íbúar hjúkrunarheimilisins Bergs í sóttkví og fjórir sýktir af veirunni. Drífa Gústafsdóttir og Ylfa Mist Helgadóttir mokuð frá hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík svo ættingjar íbúa gætu heilsað upp á þá. Vonar að íbúum Bergs líði vel Ylfa vonar að íbúum þar líði vel. „Ég vona bara að því líði vel og ég treysti því. Ég veit það eftir langa starfsævi á Bergi að það er hvergi hugsað eins vel um fólk og þar, og ég hugsa að það sé eins núna.“ Hún segir Bolvíkinga hafa hugsað upp á nýjum leiðum til að hafa samskipti. Ein þeirra er að grýta snjóboltum í rúður til að athuga með líðan fólks. Þá er nýjasta tækni notuð óspart. Á Bergi er til dæmis búið að hjálpa íbúum að læra á spjaldtölvur svo þeir geti spjallað við vini og vandamenn í gegnum Netið. Mokuðu frá svo hægt sé að heilsa upp á íbúa Bergs Ylfa var ásamt vinkonu sinni að moka frá Bergi þegar rætt var við hana í dag. „Við erum báðar í sitthvorri sóttkvínni og höfum farið hérna um bæinn, með tvo metra á milli okkar að lágmarki og mokað frá fyrir fólk. Okkur veitir ekki af hreyfingunni. Við erum að moka hérna frá Bergi því við vitum að margir vilja heimsækja sína nánustu eins og hægt er. Það er gert með því að ganga að glugganum og segja hæ við mömmu og pabba eða ömmu og afa. Þá er kannski ágætt að þurfa ekki að vaða snjóinn upp í handveg.“ Óttuðust fá smit fyrir tólf dögum Fyrir tólf dögum höfðu Vestfirðingar áhyggjur af fáum smitum. Það gæti þýtt að takmarkanir yrðu lengur á Vestfjörðum en öðrum landshlutum. Skömmu síðar fjölgaði þeim á ógnarhraða. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða færði skýr skilaboð í dag. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Við höfðum engin svör við þessu og ég sendi Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni tölvupóst sem svaraði um hæl að það yrði að fylgja fyrirmælum og þetta gæti þroskast á ólíka lund eftir landshlutum. Svo þurftum við ekki að bíða lengi þar til skellurinn kom. Skellurinn kom, hann læddist aftan að okkur og sló þar sem síst skyldi hjá veikasta fólkinu okkar inni á hjúkrunarheimilunum. Mín skilaboð til landsmanna eru því þessi; Ekki verða værukær! Þegar þetta gerist þá gerist það á ógnarhraða og getur haft skelfilegar afleiðingar. Sofnum ekki á verðinum,“ sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á fundi almannavarna í dag. Nornaveiðar engum til góðs Gylfi sagði veiruna lúmska og snúin staða sem blasir við heilbrigðisstarfsfólki. Það þarf áfram að mæta til starfa til að hlúa að fólki sem er inniliggjandi eða íbúar hjúkrunarheimila. Mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsfólk gæti fyllstu varúðar til að smitast ekki og smita aðra. Það dugi stundum ekki því veiran getur smitast þó einkennin séu engin og þó einkennin komi síðar. Þetta hafi raungerst hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hann sagði heilbrigðisstarfsfólk bera með sér tvíþættan ótta í brjósti. Annars vegar að sýkjast af sjúklingum en ekki síður óttinn við það að smita skjólstæðinga sína. „Þetta hefur raungerst hjá okkur og raunar höfum við þurft að kalla til áfallahjálpar og sálfræðiaðstoðar til að tryggja að þessi beygur yfirvinni okkar ekki heldur höldum áfram að mæta til vinnu og stefnum og ekki neinum í hættu,“ sagði Gylfi og bætti við: „Ég get allavega sagt ykkur þetta að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólki batnar ekki við nornaveiðar almennings og fjölmiðla um það hver það var sem bar smit inn á hina og þessa stofnuna eða hvernig það bar til í smáatriðum. Áfram þurfum við að hlynna að fólki. Áfram þarf heilbrigðisstarfsfólk að koma til starfa með þennan tvöfalda ótta í brjósti. Ef við fylgjum öllum leiðbeiningum þá komumst við í gegnum þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira