Sautján tonn af lækningabúnaði komin til landsins frá Kína Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 20:20 Vélin affermd á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Vísir/Jóhann K. Vél Icelandair sem flutti sautján tonn af lækningabúnaði frá Sjanghæ lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 18:30 í kvöld. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan þegar ljóst var í hvað stefndi vegna kórónuveirufaraldursins en um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Sjá einnig: Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ferðina hafa gengið vel en vélin lagði af stað til Sjanghæ í gærmorgun. Flugið út hafi tekið rúmlega tólf og hálfan tíma og svo hafi hún stoppað þar í sjö tíma á meðan verið var að hlaða vélina. Flugið til baka tók um þrettán klukkustundir.Flightradar Flugið aftur heim til Íslands tók svo um þrettán klukkustundir og lenti vélin líkt og fyrr sagði klukkan 18:30 á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Flogið var í beinum legg fram og til baka. Á upplýsingafundi almannavarna í fyrradag sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að Landspítalinn muni svo fá lagerinn og dreifa honum ef þörf er á. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra engan skort vera á hlífðarbúnaði hér á landi. Með þessu væri einfaldlega verið að tryggja ábyrgða birgðastöðu svo sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir gætu átt greitt aðgengi að þessum mikilvægu vörum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vél Icelandair sem flutti sautján tonn af lækningabúnaði frá Sjanghæ lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 18:30 í kvöld. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan þegar ljóst var í hvað stefndi vegna kórónuveirufaraldursins en um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Sjá einnig: Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ferðina hafa gengið vel en vélin lagði af stað til Sjanghæ í gærmorgun. Flugið út hafi tekið rúmlega tólf og hálfan tíma og svo hafi hún stoppað þar í sjö tíma á meðan verið var að hlaða vélina. Flugið til baka tók um þrettán klukkustundir.Flightradar Flugið aftur heim til Íslands tók svo um þrettán klukkustundir og lenti vélin líkt og fyrr sagði klukkan 18:30 á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Flogið var í beinum legg fram og til baka. Á upplýsingafundi almannavarna í fyrradag sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að Landspítalinn muni svo fá lagerinn og dreifa honum ef þörf er á. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra engan skort vera á hlífðarbúnaði hér á landi. Með þessu væri einfaldlega verið að tryggja ábyrgða birgðastöðu svo sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir gætu átt greitt aðgengi að þessum mikilvægu vörum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira