Guðni sendir utanríkisþjónustunni afmæliskveðju Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 18:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“ Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“
Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira