Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 11. apríl 2020 12:45 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Baldur Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira