Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 11. apríl 2020 12:45 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Baldur Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að atvinnuleysissjóður muni greiða út fimmtíu til sextíu milljarða í bætur á þessu ári. Fleiri en þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tólf þúsund af þeim koma úr ferðaþjónustu og sex þúsund úr verslun og þjónustu. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við með 230 milljarða króna aðgerðapakka til að styðja við fyrirtæki og atvinnulíf en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, að gangi svartsýnustu spár eftir megi gera ráð fyrir mesta samdrætti hér á landi í heila öld. „Við erum að vinna með þær tölur núna að það verða eina tekjur af ferðaþjónustu í apríl. Engar í maí og mjög litlar í júní og við þær aðstæður þá auðvitað kreppir að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hann segir vinnu stjórnvalda fyrir annan aðgerðarpakka í fullum gangi og gera megi ráð fyrir að hann verði kynntur eftir páska. „Ég og menntamálaráðherra settum af stað vinnu nú í vikunni sem að miðar að því að skoða úrræði fyrir námsmenn í sumar og líka stöðu námsmanna almennt á vinnumarkaði. Við erum að skoða frekari úrræði með sveitarfélögunum og vinna að því með hvaða hætti við getum gripið til vinnumarkaðsaðgerða hvað það snertir. Við eigum við á því að við munum þurfa að grípa til róttækra aðgerða enda nokkuð ljóst að atvinnuleysistryggingasjóður fer í það að greiða út á þessu ári, ef ekkert breytist, 50-60 milljarða í atvinnuleysisbætur.“ Sem er um það bil 35-40% meira en gert var ráð fyrir á þessu ári. „Við munum núna koma með pakka eftir páska sem að snýr að ýmsum úrræðum þegar það kemur að fólki og fjölskyldum en síðan í framhaldinu munum við vinna frekari vinnumarkaðsaðgerðir þegar að við sjáum aðeins hvernig gengur að aflétta þeim hömlum sem hafa verið á íslensku samfélagi.“ „Eftir því sem þetta dregst á langinn að þá þarf auðvitað víðtækari aðgerðir í félagslegum skilningi. Ég hef lagt áherslu á það að það er mikilvægt að hjálpa fyrirtækjum en þá verðum við að gera það sama fyrir fólkið og fjölskyldurnar. Fólkið og fjölskyldurnar eru í sömu stöðu eftir því sem þetta dregst á langinn, varðandi tekjuleysi. Varðandi afkomu sína. Varðandi hræðslu við að missa sínar eignir og svo framvegis og við ætlum okkur einfaldlega að reyna að grípa sem flesta í þeim vikum og mánuðum sem fram undan eru,“sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira