Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 11:15 Heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og forsætisráðherra voru meðal þeirra sem kynntu áætlanir um móttöku ferðamanna frá 15. júní á þriðjudag. Þar var ekkert minnst á hver mun greiða fyrir kórónuveirupróf við komuna til landsins. vísir/vilhelm Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Þannig segir fjöldi erlendra miðla að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu - en engin ákvörðun um slíkt liggur fyrir. Stefnt er að því að ferðamönnum standi þrír kostir til boða vilji þeir sækja Ísland heim í sumar: Að sæta tveggja vikna sóttkví, framvísa heilbrigðisvottorði sem sýni að þeir séu lausir við kórónuveiruna eða að undirgangast skimun við komuna til landsins. Áætlunin, sem kynnt var á þriðjudag, vakti heimsathygli og hefur henni víða verið hrósað. Til að mynda segir í umfjöllun Forbes um málið að svo virðist sem fyrirætlanir Íslendinga séu þær „úthugsuðustu og kröftugustu,“ sem nokkurt ríki hefur sett fram, en fjölmörg önnur ríki undirbúa nú móttöku ferðamanna eftir frost undanfarinna mánaða. Mögulega rukkað fyrir skimun eins og í Austurríki Mörgu er þó enn ósvarað um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að standa að skimun ferðamanna og er útfærslan nú í vinnslu. Í skýrslu starfshópsins sem fenginn var til að teikna upp aðgerðirnar er gengið út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Ekki er búið að leggja kostnaðarmat á verkefnið eða hvernig það verður fjármagnað. Þannig er sérstaklega tekið fram í skýrslu starfshópsins að það hafi verið til skoðunar að rukka ferðamenn fyrir sýnatökuna á flugvellinum. Í því samhengi er vísað til reynslu Austurríkismanna en 4. maí síðastliðinn var byrjað að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 á flugvellinum í Vín. Niðurstöðu er lofað innan þriggja klukkustunda. Hvert próf kostar 190 evrur, sem í dag eru rúmlega 30 þúsund krónur, og greiðir farþeginn þann kostnað. Nánari upplýsingar um austurrísku leiðina má nálgast hér. Ókeypis próf í kaupbæti Útlenskir miðlar sem hafa fjallað um íslensku tilraunina virðast þó margir ekki meðvitaðir um að útfærslan og möguleg rukkun á landamærunum sé enn til skoðunar hér á landi. Þannig segir í fyrrnefndri umfjöllun Forbes að ferðamenn muni fá skimun við komuna til Íslands, „sem greidd er af stjórnvöldum,“ áður en ferðamennirnir fá að halda á dvalarstaðinn sinn. Sé prófið neikvætt fær fólk að halda ferð sinni um Ísland áfram. Sem fyrr segir þykir blaðamanni Forbes mikið til áætlunarinnar koma: „Hún gæti orðið góð forskrift fyrir aðra sem vilja opna aftur fyrir ferðamenn með öruggum hætti.“ Fleiri miðlar gera sér mat úr því að skimunin á Íslandi verði ókeypis fyrir ferðamenn. Hið víðlesna rit New York Post fullyrti það t.a.m. í fyrirsögn í gær, rétt eins og Insider og ástralski vefmiðilinn news.co.au, sem laðar til sín um 10 milljón lesendur í mánuði, gerir slíkt hið sama: „Opnun Íslands: Ferðamönnum hleypt inn í landið, ókeypis kórónuveirupróf í kaupbæti.“ Enn fleiri miðlar minnast svo á hin meintu ókeypis kórónuveirupróf inni í umfjöllunum sínum um væntanlega opnun Íslands. Barist um ferðamennina Sem fyrr segir er útfærsla skimunarinnar ennþá til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum og því ekki búið að taka ákvörðun um það hver mun greiða fyrir prófið; ferðamaðurinn eða ríkið. Fari svo að ferðamenn borgi brúsann munu íslensk stjórnvöld því þurfa að leiðrétta fyrrnefndar fullyrðingar sem þegar eru farnar á flug í erlendum miðlum. Ljóst að nokkur áhugi er á Íslandsferðum ef marka má könnun sem framkvæmd var fyrir Icelandair. Næstum 90 prósent svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar og þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Ísland verður þó ekki eitt um ferðamannahituna. Fleiri lönd eru farin að huga að opnun landamæra og sum þegar farin að höfða til ferðamanna með frumlegum tilboðum. Í því samhengi má nefna að ferðamálayfirvöld á Sikiley hyggjast niðurgreiða flugferðir til eyjunnar um helming, borga þriðju hverju gistinótt og rukka ekki aðgangseyri að ýmsum söfnum og fornleifum. Áætlað er að hvatarnir muni kosta um 50 milljón dali, rúmlega 7,3 milljarða íslenskra króna. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15 Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Þannig segir fjöldi erlendra miðla að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu - en engin ákvörðun um slíkt liggur fyrir. Stefnt er að því að ferðamönnum standi þrír kostir til boða vilji þeir sækja Ísland heim í sumar: Að sæta tveggja vikna sóttkví, framvísa heilbrigðisvottorði sem sýni að þeir séu lausir við kórónuveiruna eða að undirgangast skimun við komuna til landsins. Áætlunin, sem kynnt var á þriðjudag, vakti heimsathygli og hefur henni víða verið hrósað. Til að mynda segir í umfjöllun Forbes um málið að svo virðist sem fyrirætlanir Íslendinga séu þær „úthugsuðustu og kröftugustu,“ sem nokkurt ríki hefur sett fram, en fjölmörg önnur ríki undirbúa nú móttöku ferðamanna eftir frost undanfarinna mánaða. Mögulega rukkað fyrir skimun eins og í Austurríki Mörgu er þó enn ósvarað um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að standa að skimun ferðamanna og er útfærslan nú í vinnslu. Í skýrslu starfshópsins sem fenginn var til að teikna upp aðgerðirnar er gengið út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Ekki er búið að leggja kostnaðarmat á verkefnið eða hvernig það verður fjármagnað. Þannig er sérstaklega tekið fram í skýrslu starfshópsins að það hafi verið til skoðunar að rukka ferðamenn fyrir sýnatökuna á flugvellinum. Í því samhengi er vísað til reynslu Austurríkismanna en 4. maí síðastliðinn var byrjað að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 á flugvellinum í Vín. Niðurstöðu er lofað innan þriggja klukkustunda. Hvert próf kostar 190 evrur, sem í dag eru rúmlega 30 þúsund krónur, og greiðir farþeginn þann kostnað. Nánari upplýsingar um austurrísku leiðina má nálgast hér. Ókeypis próf í kaupbæti Útlenskir miðlar sem hafa fjallað um íslensku tilraunina virðast þó margir ekki meðvitaðir um að útfærslan og möguleg rukkun á landamærunum sé enn til skoðunar hér á landi. Þannig segir í fyrrnefndri umfjöllun Forbes að ferðamenn muni fá skimun við komuna til Íslands, „sem greidd er af stjórnvöldum,“ áður en ferðamennirnir fá að halda á dvalarstaðinn sinn. Sé prófið neikvætt fær fólk að halda ferð sinni um Ísland áfram. Sem fyrr segir þykir blaðamanni Forbes mikið til áætlunarinnar koma: „Hún gæti orðið góð forskrift fyrir aðra sem vilja opna aftur fyrir ferðamenn með öruggum hætti.“ Fleiri miðlar gera sér mat úr því að skimunin á Íslandi verði ókeypis fyrir ferðamenn. Hið víðlesna rit New York Post fullyrti það t.a.m. í fyrirsögn í gær, rétt eins og Insider og ástralski vefmiðilinn news.co.au, sem laðar til sín um 10 milljón lesendur í mánuði, gerir slíkt hið sama: „Opnun Íslands: Ferðamönnum hleypt inn í landið, ókeypis kórónuveirupróf í kaupbæti.“ Enn fleiri miðlar minnast svo á hin meintu ókeypis kórónuveirupróf inni í umfjöllunum sínum um væntanlega opnun Íslands. Barist um ferðamennina Sem fyrr segir er útfærsla skimunarinnar ennþá til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum og því ekki búið að taka ákvörðun um það hver mun greiða fyrir prófið; ferðamaðurinn eða ríkið. Fari svo að ferðamenn borgi brúsann munu íslensk stjórnvöld því þurfa að leiðrétta fyrrnefndar fullyrðingar sem þegar eru farnar á flug í erlendum miðlum. Ljóst að nokkur áhugi er á Íslandsferðum ef marka má könnun sem framkvæmd var fyrir Icelandair. Næstum 90 prósent svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar og þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Ísland verður þó ekki eitt um ferðamannahituna. Fleiri lönd eru farin að huga að opnun landamæra og sum þegar farin að höfða til ferðamanna með frumlegum tilboðum. Í því samhengi má nefna að ferðamálayfirvöld á Sikiley hyggjast niðurgreiða flugferðir til eyjunnar um helming, borga þriðju hverju gistinótt og rukka ekki aðgangseyri að ýmsum söfnum og fornleifum. Áætlað er að hvatarnir muni kosta um 50 milljón dali, rúmlega 7,3 milljarða íslenskra króna.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15 Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15
Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00