Húsið friðlýst sem Alvar Aalto sagði hið fallegasta á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 13:10 Laxabakki með Sogið í bakgrunni. Myndin er af Facebook-síðu Laxabakka - Fallegasta hús á Íslandi. Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru. Var það var byggt sem veiði- og frístundahús en Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Við árbakkann skammt frá húsinu eru leifar bátaskýlis með torfþekju sem nú er fallin. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur gerði á sínum tíma. „Ég fagna því að þetta fallega og sögufræga hús fái þá viðurkenningu sem því ber. Húsið hefur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á suðvesturhorni landsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Dec 12, 2019 at 6:19pm PST Laxabakki er sambland af torfbæ og timburhúsi sem stendur föstum fótum í innlendri byggingarhefð en sker sig jafnframt úr sem sjálfstætt verk með sterk höfundareinkenni. Baðstofa hússins er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Færa má fyrir því rök að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 28, 2019 at 8:40am PDT Finnski arkitektinn Alvar Aalto sótti Laxabakka heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Haft var eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands kemur fram að varðveislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 17, 2019 at 1:43pm PDT Minjastofnun Íslands mun þinglýsa friðlýsingunni og tilkynna hlutaðeigandi aðilum um hana samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Sérstök Facebook-síða er til fyrir Laxabakka þar sem meðal annars má sjá myndir frá uppbyggingu hússins síðastliðið sumar. Með því að smella á myndirnar að ofan má sjá Instagram reikning sama verkefnis með nýlegri myndum. Hús og heimili Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru. Var það var byggt sem veiði- og frístundahús en Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Við árbakkann skammt frá húsinu eru leifar bátaskýlis með torfþekju sem nú er fallin. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur gerði á sínum tíma. „Ég fagna því að þetta fallega og sögufræga hús fái þá viðurkenningu sem því ber. Húsið hefur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á suðvesturhorni landsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Dec 12, 2019 at 6:19pm PST Laxabakki er sambland af torfbæ og timburhúsi sem stendur föstum fótum í innlendri byggingarhefð en sker sig jafnframt úr sem sjálfstætt verk með sterk höfundareinkenni. Baðstofa hússins er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Færa má fyrir því rök að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 28, 2019 at 8:40am PDT Finnski arkitektinn Alvar Aalto sótti Laxabakka heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Haft var eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands kemur fram að varðveislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 17, 2019 at 1:43pm PDT Minjastofnun Íslands mun þinglýsa friðlýsingunni og tilkynna hlutaðeigandi aðilum um hana samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Sérstök Facebook-síða er til fyrir Laxabakka þar sem meðal annars má sjá myndir frá uppbyggingu hússins síðastliðið sumar. Með því að smella á myndirnar að ofan má sjá Instagram reikning sama verkefnis með nýlegri myndum.
Hús og heimili Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent