Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00