Eins og barn í sælgætisbúð Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 07:00 Matthijs de Ligt er á sinni fyrstu leiktíð með Juventus en ekki er ljóst hvernig eða hvenær þeirri leiktíð lýkur. VÍSIR/EPA Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“ Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“
Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira