Oft algjör slembilukka að konurnar séu á lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2020 10:29 Sigþrúður hefur verið í Kvennaathvarfinu í þrettán ár. Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð. „Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn „Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda. „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“ Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt. Stundum heppnar að vera á lífi „Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“ Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum. „Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð. „Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn „Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda. „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“ Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt. Stundum heppnar að vera á lífi „Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“ Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum. „Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00
Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35