Kylfingar í úlfakreppu vegna ofurstrangra reglna Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2020 11:07 Af bréfaskiptum Hauks Arnar og Landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins má ráða að forsetinn gekk mjög á eftir leiðbeinandi reglum frá þeim embættum auk þess sem hann lagði línuna. Verulegur titringur er nú innan Golfsambands Íslands vegna reglna sem gefnar hafa verið út á vegum stjórnar sambandsins og snúa að því hvernig kylfingar eiga að bera sig á golfvellinum. Er um tilskipun að ræða til golfklúbbanna: „Reglurnar hafa þegar tekið gildi og eru þær ófrávíkjanlegar,“ segir um þær á heimasíðu Golfsambandsins og í tilkynningum til golfklúbbanna. Hafa ýmsir golfklúbbar þegar tekið þessar reglur upp. Um er að ræða afar strangar reglur svo mjög að þær sæta furðu víða á bæjum. Ganga þær svo langt að þær þykja jafnvel hjákátlegar á köflum. Sem dæmi er kylfingum meðal annars meinað að setjast á bekki sem finna má víða á golfvöllum. Fimmtánda regla: „Óheimilt er að nota bekki til setu“. Reglurnar ganga þannig lengra en í flestu sem þekkist almennt og snýr að viðbrögðum við kórónuveirunni. Það sem verra er, þær eru til þess fallnar að kippa rekstrargrundvelli undan starfi golfklúbba landsins án þess að fyrir liggi að þær komi að gagni og standist skoðun. En, það sjónarmið viðrar meðal annarra Knútur G. Hauksson formaður Golfklúbbs Öndverðarness. Hér getur að líta hinar umdeildu reglur sem gefnar voru út í vikunni. Reglurnar eru af GSÍ kynntar þannig að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið þær sérstaklega út meðan sjá má af bréfaskriftum sem fram hafa farið milli ráðuneytis og GSÍ að þær eru gefnar út að frumkvæði og forskrift forseta GSÍ: Hauki Erni Birgissyni sem á í vök að verjast vegna málsins. En, hann situr fastur við sinn keip þegar á hann er gengið með það hvernig þetta megi vera. Hinar mjög svo ströngu reglur samkvæmt forskrift Hauks sjálfs Vísir hefur undir höndum umfangsmiklar bréfaskriftir sem gengið hafa á milli golfklúbbanna sem eru 62 talsins og GSÍ og svo af hálfu forseta GSÍ til Landlæknisembættsins sem vísar honum áfram til heilbrigðisráðuneytisins með erindi sitt. Skýringar Hauks Arnar eru misvísandi, hann segir ýmist að þessar ströngu reglur séu að undirlagi Landlæknis og/eða heilbrigðisráðuneytisins meðan fyrir liggur í áðurnefndum bréfasamskiptum að hann sjálfur fer mjög eindregið fram á leiðbeinandi reglur þaðan þegar ekkert slíkt virtist vera í farvatninu auk þess sem hann leggur línurnar. Hér má sjá úr bréfi Hauks til heilbrigðsráðuneytisins, stílað á Sigurð Kára Árnason lögfræðing þar. En í bréfinu rukkar forseti GSÍ heilbrigðisráðuneytið um reglur og leggur línuna en eins og sjá má eru tillögur hans nánast þær sömu og svo voru gefnar út af ráðuneytinu. Forsetinn fer þess sérstaklega á leit við ráðuneytið að lagt verði mat á það hvort leika mætti golf með ofangreindum takmörkunum. Ekkert er heldur sem gefur til kynna að staðið hafi til að loka golfvöllunum en Haukur Örn leggur málið upp svo að hann sé að forða því með því að krefja Landlækni og heilbrigðisráðuneytið um reglur sem eru svo samkvæmt hans forskrift. Ekki liggur fyrir hvers vegna Haukur Örn hefur farið fram á það við heilbrigðisráðuneytið að það gefi út svo strangar reglur. Hann segir sjálfur í samtali við blaðamann Vísis að það sé gert til að vinda ofan af bannstefnu stjórnvalda. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Hann játti því í samtali við blaðamann Vísis að frumkvæmið væri komið frá GSÍ en þá sem viðleitni til þess að vinda ofan af bannstefnunni, þar sem landlæknisembættið var búið að segja sambandinu að golfvellir mættu ekki vera opnir, nema fá til þess sérstakt leyfi. Upphaf máls má rekja til viðbragða við Covid-19 og auglýsingar sem stjórnvöld gáfu út samkvæmt 2. mgr. 5. gr. nr. 243/2020 um takmörkunum á samkomum vegna farsóttar; „er starfsemi og þjónusta sem krefst eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil á gildistíma auglýsingarinnar, svo sem allt íþróttastarf, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa og önnur sambærileg starfsemi. Þetta á einnig við um íþróttastarf þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, t.d. skíðalyftur. Gildistími auglýsingarinnar er til 4. maí 2020, sbr. auglýsingu nr. 309/2020. Viðmiðin sem sniðin að þörfum golfsins Í leiðbeinandi viðmiðum heilbrigðisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um íþrótta og æskulýðsstarf í ljósi takmörkunar á skólastarfi og samkomum, sem birt var á vef Stjórnarráðs Íslands föstudaginn 20. mars, er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda íþrótta- og æskulýðsstarfs barna, ungmenna og annarra að gert verði hlé á starfi barna, ungmenna og annarra að gert verði hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi. Viðmiðunarreglur sem gefnar voru út af yfirvöldum vegna samkomubanns og virtust ekki eiga að þurfa að trufla þá sem stunda golf sér til heilsubótar svo neinu nemi. En forseti GSÍ vildi fá hreinar línur og reglur frá ráðuneytinu.visir/vilhelm Þá hefur sóttvarnarlæknir beint því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni, tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ Ef þetta er lesið má ljós vera að golfið, sem er bæði keppnis- og almenningsíþrótt, á einkar vel við þessi viðmið. Þar ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að fylgja þessum leiðbeiningum með lítilli fyrirhöfn. En það fer líklega eftir því út frá hvaða sjónarhóli er horft. Því í skrifum forseta GSÍ er ljóst að honum er mjög í mun að Golfsambandið sé íþróttahreyfing fyrst og síðast, golfvellir séu íþróttamannvirki og að GSÍ fái að sýna ábyrgð gagnvart faraldrinum eins og aðrir. Reglurnar tefla rekstri klúbbanna í voða Á sunnudaginn 12. apríl ritar Knútur G. Hauksson, sem bæði á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ og er formaður Golfklúbbs Öndverðarness, Hauki Erni bréf og var afrit sent til stjórnarmanna golfklúbbanna. Þar furðar hann sig á reglunum og hvaða stefnu málið hefur tekið. Hvers vegna ganga þurfi lengra á golfvöllum en almennar reglur segja til um? Knútur bendir á að þó til standi að endurskoða reglurnar í byrjun maímánaðar, séu líkur til að þær gildi inn í sumarið sem þýði að rekstrargrundvelli sé kippt undan starfsemi klúbbanna og þar með GSÍ, sem þiggur helming af meðlimagjöldum kylfinga í klúbbunum til reksturs sambandsins. Knútur G. Hauksson benti Hauki á það í bréfi að ef þessar reglur yrðu uppi, líklega vel inn í sumarið þá myndi það ríða rekstri golfklúbbanna á slig. Knútur leggur til að hafinn verði undirbúningur til að ræða við heilbrigðisyfirvöld um breytingar á reglunum því þó golf sé íþrótt þá verði að taka tillit til eðlis hverrar íþróttar um sig. Knútur bendir á þetta sem sjá má í bréfaskriftum Hauks Arnar til klúbbanna sem og hins opinbera að margar þeirra reglna sem nú hafa verið settar af yfirvöldum komi beint frá GSÍ sjálfu og gangi mun lengra en almennt í samfélaginu á tímum samkomubanns. Þá segir hann einnig að þó þar sé litið til reglna sem finna má utan landsteina sem settar hafa verið vegna kórónuveirunnar sé engin ástæða til að leita til annarra, Ísland hafi í ýmsu valið aðrar leiðir sem gefist hafa vel. Úttekt Knúts á hinum ströngu reglum Knútur fer þá í saumana á reglunum og bendir á atriði sem hann telur á skjön og nauðsynlegt að ræða við heilbrigðisyfirvöld: Úr bréfi Knúts til forsetans. Knútur hefur sitthvað við hinar nýju og óvæntu reglur að athuga og fer ítarlega í það sem honum sýnist að fái engan veginn staðist. Eftir þessa yfirferð telur Knútur líklegt að einföld svör megi finna við mörgum þessara athugasemda, en hann telji GSÍ og golfhreyfinguna skulda hreyfingunni það að fara í viðræður og ræða þetta við heilbrigðisyfirvöld. Forsetinn bregst skjótt við ábendingum Forseti Golfsambandsins, Haukur Örn, bregst skjótt við þessum ábendingum og sest þegar við skriftir á Páskadegi og ítrekar í svarbréfi að þetta séu reglur sem koma frá ráðuneytinu. Þó það liggi fyrir að reglurnar sem koma þaðan eru samkvæmt hans forskrift eins og sjá má í bréfi hans til ráðuneytisins sem dagsett er 10. apríl og stílað á Sigurð Kára Árnason lögfræðing. Ef að líkum lætur mun Haukur Örn lenda í nokkurri klemmu að semja við ráðuneytið um breytingar á reglum sem hann samdi að mestu leyti sjálfur og lagði að ráðuneytinu að gefa út. Einn þeirra kylfinga sem telur hinar nýju reglur gersamlega óástættanlegar er Margeir Vilhjálmsson. Hann hæðist að þeim með þessari mynd sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Haukur segir í svari til Knúts að hann sé ekki viss um að hægt sé að segja að gengið sé lengra en almennar reglur segi til um. „Það verður að hafa í huga að íþróttastarf er meira eða minna bannað á Íslandi, eins og sakir standa. Samanburðurinn við „almennar reglur“ verður því alltaf skakkur og kannski ómarktækur. Í fyrradag máttum við ekki fara í golf á golfvöllum, punktur! Núna megum við það – en við verðum að fylgja ákveðnum reglum sem annað fólk í hefðbundinni útiveru, svo sem göngum, þarf ekki að fylgja. Reglurnar geta því vel talist „skrítnar“ og það má gagnrýna rökin á bak við þær.“ Telur kylfinga öfundsverða af reglunum Engar vísbendingar er hins vegar um það að finna að bann við golfiðkun sé að undirlagi Landlæknis né heilbrigðisráðuneytisins, sem blandast í málið samkvæmt ábendingu frá Landlækni eftir að Haukur rukkar embættið um leiðbeinandi reglur. „Á hinn bóginn held ég að ráðuneytið sé fyrst og fremst að líta á þetta sem undanþágu frá almennu banni við íþróttastarfi og því þurfum við að fylgja ströngum reglum á golfvellinum, sem við þurfum annars ekki að fylgja á gönguleiðum um borgina. Ég held hins vegar að samanburðurinn verði alltaf að eiga sér stað við aðrar íþróttagreinar, frekar en aðra almenna útvist, sem mjög erfitt er að koma böndum á. Golfvellir eru íþróttamannvirki og eru reknir af íþróttafélögum (golfklúbbum). Það sama gildir ekki um almennar gönguleiðir,“ segir Haukur Örn í svari sínu til Knúts og annarra forvígismanna golfklúbbanna. Golfarar á Seltjarnarnesi. Þeir munu eiga í vandræðum með að bóka rástíma því á Nesinu er sá háttur á að kylfingar mæta, setja kúlu í sérstakan stand og fara þannig í röð. Þar er ekki bókaður rástími á netinu.visir/vilhelm Og það sem meira er, Haukur telur kylfinga öfundsverða: „Í mínum huga er alveg ljóst að við erum að fá allt aðrar reglur en gilda um aðra íþróttaiðkun – þ.e. við erum að fá heimildir langt umfram aðra. Ég held að aðrar íþróttagreinar öfundi okkar af þessari stöðu. Í því ljósi spyr ég: skiptir það höfuðmáli máli þótt við þurfum að kyngja nokkrum reglum sem kunna að hljóma kjánalegar eða samrýmast illa reglum sem aðrir, utan íþróttaiðkunar, þurfa að fara eftir?“ spyr Haukur í svari sínu til Knúts. Telur eigin hugmyndir skrítnar Haukur Örn nefnir reglurnar um bekkjarsetuna og einveru í golfbílum sérstaklega í svarbréfi sínu til Knúts: „Auðvitað er hægt að finna dæmi þess þar sem þessar reglur „meika ekkert sens“. Ég átti samtöl við ráðuneytið um þetta. Afstaða ráðuneytisins er hins vegar sú að það er ekki hægt (fyrir ráðuneytið) að setja of margar reglur, með hinum og þessum undantekningum. Ég get alveg sýnt því skilning að ráðuneytið telji mikilvægt að hafa reglurnar fáar og einfaldar, með engum undantekningum. Í því sambandi bendi ég á að hjón, sem verja öllum sínum tíma saman, mega ekki fara saman í badminton! Auðvitað er það rökleysa… en það er líklegast erfitt fyrir stjórnvöld að setja almennar reglur sem hinir og þessir geta verið undanskildir, allt eftir því hvernig viðkomandi þekkjast,“ segir Haukur Arnar. Þarna er komin athyglisverð vending í málflutning forsetans þar sem hann gagnrýnir reglur sem hann sjálfur hafði frumkvæði af að yrðu settar og lagði til við ráðuneytið að það gæfi út. Í lok síns bréfs segir forsetinn þó að allar ábendingar Knúts verði teknar til greina þá er viðræður við stjórnvöld um tilslökun á reglunum fara af stað. Og það verði vonandi sem fyrst. Golf Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Verulegur titringur er nú innan Golfsambands Íslands vegna reglna sem gefnar hafa verið út á vegum stjórnar sambandsins og snúa að því hvernig kylfingar eiga að bera sig á golfvellinum. Er um tilskipun að ræða til golfklúbbanna: „Reglurnar hafa þegar tekið gildi og eru þær ófrávíkjanlegar,“ segir um þær á heimasíðu Golfsambandsins og í tilkynningum til golfklúbbanna. Hafa ýmsir golfklúbbar þegar tekið þessar reglur upp. Um er að ræða afar strangar reglur svo mjög að þær sæta furðu víða á bæjum. Ganga þær svo langt að þær þykja jafnvel hjákátlegar á köflum. Sem dæmi er kylfingum meðal annars meinað að setjast á bekki sem finna má víða á golfvöllum. Fimmtánda regla: „Óheimilt er að nota bekki til setu“. Reglurnar ganga þannig lengra en í flestu sem þekkist almennt og snýr að viðbrögðum við kórónuveirunni. Það sem verra er, þær eru til þess fallnar að kippa rekstrargrundvelli undan starfi golfklúbba landsins án þess að fyrir liggi að þær komi að gagni og standist skoðun. En, það sjónarmið viðrar meðal annarra Knútur G. Hauksson formaður Golfklúbbs Öndverðarness. Hér getur að líta hinar umdeildu reglur sem gefnar voru út í vikunni. Reglurnar eru af GSÍ kynntar þannig að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið þær sérstaklega út meðan sjá má af bréfaskriftum sem fram hafa farið milli ráðuneytis og GSÍ að þær eru gefnar út að frumkvæði og forskrift forseta GSÍ: Hauki Erni Birgissyni sem á í vök að verjast vegna málsins. En, hann situr fastur við sinn keip þegar á hann er gengið með það hvernig þetta megi vera. Hinar mjög svo ströngu reglur samkvæmt forskrift Hauks sjálfs Vísir hefur undir höndum umfangsmiklar bréfaskriftir sem gengið hafa á milli golfklúbbanna sem eru 62 talsins og GSÍ og svo af hálfu forseta GSÍ til Landlæknisembættsins sem vísar honum áfram til heilbrigðisráðuneytisins með erindi sitt. Skýringar Hauks Arnar eru misvísandi, hann segir ýmist að þessar ströngu reglur séu að undirlagi Landlæknis og/eða heilbrigðisráðuneytisins meðan fyrir liggur í áðurnefndum bréfasamskiptum að hann sjálfur fer mjög eindregið fram á leiðbeinandi reglur þaðan þegar ekkert slíkt virtist vera í farvatninu auk þess sem hann leggur línurnar. Hér má sjá úr bréfi Hauks til heilbrigðsráðuneytisins, stílað á Sigurð Kára Árnason lögfræðing þar. En í bréfinu rukkar forseti GSÍ heilbrigðisráðuneytið um reglur og leggur línuna en eins og sjá má eru tillögur hans nánast þær sömu og svo voru gefnar út af ráðuneytinu. Forsetinn fer þess sérstaklega á leit við ráðuneytið að lagt verði mat á það hvort leika mætti golf með ofangreindum takmörkunum. Ekkert er heldur sem gefur til kynna að staðið hafi til að loka golfvöllunum en Haukur Örn leggur málið upp svo að hann sé að forða því með því að krefja Landlækni og heilbrigðisráðuneytið um reglur sem eru svo samkvæmt hans forskrift. Ekki liggur fyrir hvers vegna Haukur Örn hefur farið fram á það við heilbrigðisráðuneytið að það gefi út svo strangar reglur. Hann segir sjálfur í samtali við blaðamann Vísis að það sé gert til að vinda ofan af bannstefnu stjórnvalda. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Hann játti því í samtali við blaðamann Vísis að frumkvæmið væri komið frá GSÍ en þá sem viðleitni til þess að vinda ofan af bannstefnunni, þar sem landlæknisembættið var búið að segja sambandinu að golfvellir mættu ekki vera opnir, nema fá til þess sérstakt leyfi. Upphaf máls má rekja til viðbragða við Covid-19 og auglýsingar sem stjórnvöld gáfu út samkvæmt 2. mgr. 5. gr. nr. 243/2020 um takmörkunum á samkomum vegna farsóttar; „er starfsemi og þjónusta sem krefst eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil á gildistíma auglýsingarinnar, svo sem allt íþróttastarf, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa og önnur sambærileg starfsemi. Þetta á einnig við um íþróttastarf þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, t.d. skíðalyftur. Gildistími auglýsingarinnar er til 4. maí 2020, sbr. auglýsingu nr. 309/2020. Viðmiðin sem sniðin að þörfum golfsins Í leiðbeinandi viðmiðum heilbrigðisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um íþrótta og æskulýðsstarf í ljósi takmörkunar á skólastarfi og samkomum, sem birt var á vef Stjórnarráðs Íslands föstudaginn 20. mars, er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda íþrótta- og æskulýðsstarfs barna, ungmenna og annarra að gert verði hlé á starfi barna, ungmenna og annarra að gert verði hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi. Viðmiðunarreglur sem gefnar voru út af yfirvöldum vegna samkomubanns og virtust ekki eiga að þurfa að trufla þá sem stunda golf sér til heilsubótar svo neinu nemi. En forseti GSÍ vildi fá hreinar línur og reglur frá ráðuneytinu.visir/vilhelm Þá hefur sóttvarnarlæknir beint því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni, tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ Ef þetta er lesið má ljós vera að golfið, sem er bæði keppnis- og almenningsíþrótt, á einkar vel við þessi viðmið. Þar ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að fylgja þessum leiðbeiningum með lítilli fyrirhöfn. En það fer líklega eftir því út frá hvaða sjónarhóli er horft. Því í skrifum forseta GSÍ er ljóst að honum er mjög í mun að Golfsambandið sé íþróttahreyfing fyrst og síðast, golfvellir séu íþróttamannvirki og að GSÍ fái að sýna ábyrgð gagnvart faraldrinum eins og aðrir. Reglurnar tefla rekstri klúbbanna í voða Á sunnudaginn 12. apríl ritar Knútur G. Hauksson, sem bæði á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ og er formaður Golfklúbbs Öndverðarness, Hauki Erni bréf og var afrit sent til stjórnarmanna golfklúbbanna. Þar furðar hann sig á reglunum og hvaða stefnu málið hefur tekið. Hvers vegna ganga þurfi lengra á golfvöllum en almennar reglur segja til um? Knútur bendir á að þó til standi að endurskoða reglurnar í byrjun maímánaðar, séu líkur til að þær gildi inn í sumarið sem þýði að rekstrargrundvelli sé kippt undan starfsemi klúbbanna og þar með GSÍ, sem þiggur helming af meðlimagjöldum kylfinga í klúbbunum til reksturs sambandsins. Knútur G. Hauksson benti Hauki á það í bréfi að ef þessar reglur yrðu uppi, líklega vel inn í sumarið þá myndi það ríða rekstri golfklúbbanna á slig. Knútur leggur til að hafinn verði undirbúningur til að ræða við heilbrigðisyfirvöld um breytingar á reglunum því þó golf sé íþrótt þá verði að taka tillit til eðlis hverrar íþróttar um sig. Knútur bendir á þetta sem sjá má í bréfaskriftum Hauks Arnar til klúbbanna sem og hins opinbera að margar þeirra reglna sem nú hafa verið settar af yfirvöldum komi beint frá GSÍ sjálfu og gangi mun lengra en almennt í samfélaginu á tímum samkomubanns. Þá segir hann einnig að þó þar sé litið til reglna sem finna má utan landsteina sem settar hafa verið vegna kórónuveirunnar sé engin ástæða til að leita til annarra, Ísland hafi í ýmsu valið aðrar leiðir sem gefist hafa vel. Úttekt Knúts á hinum ströngu reglum Knútur fer þá í saumana á reglunum og bendir á atriði sem hann telur á skjön og nauðsynlegt að ræða við heilbrigðisyfirvöld: Úr bréfi Knúts til forsetans. Knútur hefur sitthvað við hinar nýju og óvæntu reglur að athuga og fer ítarlega í það sem honum sýnist að fái engan veginn staðist. Eftir þessa yfirferð telur Knútur líklegt að einföld svör megi finna við mörgum þessara athugasemda, en hann telji GSÍ og golfhreyfinguna skulda hreyfingunni það að fara í viðræður og ræða þetta við heilbrigðisyfirvöld. Forsetinn bregst skjótt við ábendingum Forseti Golfsambandsins, Haukur Örn, bregst skjótt við þessum ábendingum og sest þegar við skriftir á Páskadegi og ítrekar í svarbréfi að þetta séu reglur sem koma frá ráðuneytinu. Þó það liggi fyrir að reglurnar sem koma þaðan eru samkvæmt hans forskrift eins og sjá má í bréfi hans til ráðuneytisins sem dagsett er 10. apríl og stílað á Sigurð Kára Árnason lögfræðing. Ef að líkum lætur mun Haukur Örn lenda í nokkurri klemmu að semja við ráðuneytið um breytingar á reglum sem hann samdi að mestu leyti sjálfur og lagði að ráðuneytinu að gefa út. Einn þeirra kylfinga sem telur hinar nýju reglur gersamlega óástættanlegar er Margeir Vilhjálmsson. Hann hæðist að þeim með þessari mynd sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Haukur segir í svari til Knúts að hann sé ekki viss um að hægt sé að segja að gengið sé lengra en almennar reglur segi til um. „Það verður að hafa í huga að íþróttastarf er meira eða minna bannað á Íslandi, eins og sakir standa. Samanburðurinn við „almennar reglur“ verður því alltaf skakkur og kannski ómarktækur. Í fyrradag máttum við ekki fara í golf á golfvöllum, punktur! Núna megum við það – en við verðum að fylgja ákveðnum reglum sem annað fólk í hefðbundinni útiveru, svo sem göngum, þarf ekki að fylgja. Reglurnar geta því vel talist „skrítnar“ og það má gagnrýna rökin á bak við þær.“ Telur kylfinga öfundsverða af reglunum Engar vísbendingar er hins vegar um það að finna að bann við golfiðkun sé að undirlagi Landlæknis né heilbrigðisráðuneytisins, sem blandast í málið samkvæmt ábendingu frá Landlækni eftir að Haukur rukkar embættið um leiðbeinandi reglur. „Á hinn bóginn held ég að ráðuneytið sé fyrst og fremst að líta á þetta sem undanþágu frá almennu banni við íþróttastarfi og því þurfum við að fylgja ströngum reglum á golfvellinum, sem við þurfum annars ekki að fylgja á gönguleiðum um borgina. Ég held hins vegar að samanburðurinn verði alltaf að eiga sér stað við aðrar íþróttagreinar, frekar en aðra almenna útvist, sem mjög erfitt er að koma böndum á. Golfvellir eru íþróttamannvirki og eru reknir af íþróttafélögum (golfklúbbum). Það sama gildir ekki um almennar gönguleiðir,“ segir Haukur Örn í svari sínu til Knúts og annarra forvígismanna golfklúbbanna. Golfarar á Seltjarnarnesi. Þeir munu eiga í vandræðum með að bóka rástíma því á Nesinu er sá háttur á að kylfingar mæta, setja kúlu í sérstakan stand og fara þannig í röð. Þar er ekki bókaður rástími á netinu.visir/vilhelm Og það sem meira er, Haukur telur kylfinga öfundsverða: „Í mínum huga er alveg ljóst að við erum að fá allt aðrar reglur en gilda um aðra íþróttaiðkun – þ.e. við erum að fá heimildir langt umfram aðra. Ég held að aðrar íþróttagreinar öfundi okkar af þessari stöðu. Í því ljósi spyr ég: skiptir það höfuðmáli máli þótt við þurfum að kyngja nokkrum reglum sem kunna að hljóma kjánalegar eða samrýmast illa reglum sem aðrir, utan íþróttaiðkunar, þurfa að fara eftir?“ spyr Haukur í svari sínu til Knúts. Telur eigin hugmyndir skrítnar Haukur Örn nefnir reglurnar um bekkjarsetuna og einveru í golfbílum sérstaklega í svarbréfi sínu til Knúts: „Auðvitað er hægt að finna dæmi þess þar sem þessar reglur „meika ekkert sens“. Ég átti samtöl við ráðuneytið um þetta. Afstaða ráðuneytisins er hins vegar sú að það er ekki hægt (fyrir ráðuneytið) að setja of margar reglur, með hinum og þessum undantekningum. Ég get alveg sýnt því skilning að ráðuneytið telji mikilvægt að hafa reglurnar fáar og einfaldar, með engum undantekningum. Í því sambandi bendi ég á að hjón, sem verja öllum sínum tíma saman, mega ekki fara saman í badminton! Auðvitað er það rökleysa… en það er líklegast erfitt fyrir stjórnvöld að setja almennar reglur sem hinir og þessir geta verið undanskildir, allt eftir því hvernig viðkomandi þekkjast,“ segir Haukur Arnar. Þarna er komin athyglisverð vending í málflutning forsetans þar sem hann gagnrýnir reglur sem hann sjálfur hafði frumkvæði af að yrðu settar og lagði til við ráðuneytið að það gæfi út. Í lok síns bréfs segir forsetinn þó að allar ábendingar Knúts verði teknar til greina þá er viðræður við stjórnvöld um tilslökun á reglunum fara af stað. Og það verði vonandi sem fyrst.
Golf Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent