Valdi Alexander ekki í draumalið Íslands frá aldamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 12:00 Alexander sneri aftur í íslenska landsliðið fyrir EM 2020 og var einn besti leikmaður þess á mótinu. vísir/epa Danski handboltamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen birti í morgun draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum. Undanfarna daga hefur Boysen sett sama draumalið ýmissa liða og tók núna það íslenska fyrir. Nokkra athygli vakti að Alexander Petersson hlaut ekki náð fyrir augum Boysens. Hann valdi Ólaf Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson í hægra hornið. Aðspurður af hverju Alexander væri ekki í liðinu sagðist Boysen líta á hann sem skyttu og að hans mati væri Arnór betri hornamaður. Alexander hefur lengst af ferilsins spilað sem skytta en leysti stöðu hornamanns í sókn meðan Ólafur lék með landsliðinu. Alexander og Ólafur, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, mynduðu hægri væng íslenska liðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í vinstra horninu í úrvalsliði Boysens, Aron Pálmarsson er vinstri skytta, Snorri Steinn Guðjónsson á miðjunni, Róbert Gunnarsson á línunni, Björgvin Páll Gústavsson í markinu og Sverre Jakobsson varnarmaður. Þjálfari er Guðmundur Guðmundsson. My Icelandic national dream team since 2000.Impact, level, years & achievements are taken into consideration.Players like Petersson, Geirsson, Atlason, Hallgrímsson, Dagur & Sigfus Sigurðsson, Hrafnkelsson, Jóhannesson, Ólafsson & Karason are left out.Your thoughts? pic.twitter.com/sfA1ZU6zme— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 15, 2020 Boysen nefndi einnig eftirtalda leikmenn sem voru nálægt því að komast í liðið: Alexander, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn, Dag Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Guðmund Hrafnkelsson, Patrek Jóhannesson, Þóri Ólafsson og Rúnar Kárason. Boysen leikur með Elverum í Noregi þar sem hann var samherji Sigvalda Guðjónssonar sem leikur með Kielce í Póllandi á næsta ári. Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Danski handboltamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen birti í morgun draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum. Undanfarna daga hefur Boysen sett sama draumalið ýmissa liða og tók núna það íslenska fyrir. Nokkra athygli vakti að Alexander Petersson hlaut ekki náð fyrir augum Boysens. Hann valdi Ólaf Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson í hægra hornið. Aðspurður af hverju Alexander væri ekki í liðinu sagðist Boysen líta á hann sem skyttu og að hans mati væri Arnór betri hornamaður. Alexander hefur lengst af ferilsins spilað sem skytta en leysti stöðu hornamanns í sókn meðan Ólafur lék með landsliðinu. Alexander og Ólafur, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, mynduðu hægri væng íslenska liðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í vinstra horninu í úrvalsliði Boysens, Aron Pálmarsson er vinstri skytta, Snorri Steinn Guðjónsson á miðjunni, Róbert Gunnarsson á línunni, Björgvin Páll Gústavsson í markinu og Sverre Jakobsson varnarmaður. Þjálfari er Guðmundur Guðmundsson. My Icelandic national dream team since 2000.Impact, level, years & achievements are taken into consideration.Players like Petersson, Geirsson, Atlason, Hallgrímsson, Dagur & Sigfus Sigurðsson, Hrafnkelsson, Jóhannesson, Ólafsson & Karason are left out.Your thoughts? pic.twitter.com/sfA1ZU6zme— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 15, 2020 Boysen nefndi einnig eftirtalda leikmenn sem voru nálægt því að komast í liðið: Alexander, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn, Dag Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Guðmund Hrafnkelsson, Patrek Jóhannesson, Þóri Ólafsson og Rúnar Kárason. Boysen leikur með Elverum í Noregi þar sem hann var samherji Sigvalda Guðjónssonar sem leikur með Kielce í Póllandi á næsta ári.
Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira