Þakklát fyrir að muna eftir gleðistundum lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:27 Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín. Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín.
Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira