Fer ekki saman að segja fólki upp og nýta hlutabótaúrræði á sama tíma segir forstjóri Vinnumálastofnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 21:00 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira