Tuttugu ár síðan Íslendingalið Stoke vann Framrúðubikarinn á Wembley Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 11:30 Guðjón Þórðarson ásamt Peter Thorne og Graham Kavanagh sem skoruðu mörk Stoke City í úrslitaleik Framrúðubikarsins gegn Bristol City árið 2000. vísir/getty Á þessum degi, 16. apríl, fyrir tuttugu árum stýrði Guðjón Þórðarson Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum, bikarkeppni neðri deildarliða á Englandi. Þrír Íslendingar komu við sögu í úrslitaleiknum á Wembley þar sem Stoke vann 1-2 sigur á Bristol City. Bæði lið voru í ensku C-deildinni á þessum tíma. 'We've won it two times...'#SCFC https://t.co/NzZsvcThyp— S t o k e C i t y F C (@stokecity) April 16, 2020 Íslenskir fjárfestar keyptu meirihluta í Stoke fyrir 6,6 milljónir punda haustið 1999. Skömmu síðar var Guðjón ráðinn knattspyrnustjóri Stoke og íslenskum leikmenn fjölgaði hratt hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson voru í byrjunarliði Stoke í úrslitaleiknum gegn Bristol City. Bjarni kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í báðum mörkum Stoke. Graham Kavanagh kom Stoke í 0-1 á 32. mínútu og þannig var staðan allt fram á 74. mínútu þegar Paul Holland jafnaði fyrir Bristol City. Átta mínútum síðar skoraði Peter Thorne sigurmark Stoke eftir undirbúning Bjarna og Kavanaghs. Guðjón vann fimm bikartitla á árunum 1993-2000 sem þjálfari.vísir/getty Rúmlega 75 þúsund áhorfendur voru á leiknum, þar af fjöldi Íslendinga. Þetta var einn af síðustu leikjunum á gamla Wembley sem var lokað í október 2000. Þetta var annar sigur Stoke í bikarkeppni neðri deildarliða og fimmti bikartitill Guðjóns á þjálfaraferlinum. Hann kvaddi Stoke eftir að hafa komið liðinu upp í B-deildina vorið 2002. Peter Coates keypti meirihluta í Stoke af Íslendingunum fjórum árum síðar. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Á þessum degi, 16. apríl, fyrir tuttugu árum stýrði Guðjón Þórðarson Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum, bikarkeppni neðri deildarliða á Englandi. Þrír Íslendingar komu við sögu í úrslitaleiknum á Wembley þar sem Stoke vann 1-2 sigur á Bristol City. Bæði lið voru í ensku C-deildinni á þessum tíma. 'We've won it two times...'#SCFC https://t.co/NzZsvcThyp— S t o k e C i t y F C (@stokecity) April 16, 2020 Íslenskir fjárfestar keyptu meirihluta í Stoke fyrir 6,6 milljónir punda haustið 1999. Skömmu síðar var Guðjón ráðinn knattspyrnustjóri Stoke og íslenskum leikmenn fjölgaði hratt hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson voru í byrjunarliði Stoke í úrslitaleiknum gegn Bristol City. Bjarni kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í báðum mörkum Stoke. Graham Kavanagh kom Stoke í 0-1 á 32. mínútu og þannig var staðan allt fram á 74. mínútu þegar Paul Holland jafnaði fyrir Bristol City. Átta mínútum síðar skoraði Peter Thorne sigurmark Stoke eftir undirbúning Bjarna og Kavanaghs. Guðjón vann fimm bikartitla á árunum 1993-2000 sem þjálfari.vísir/getty Rúmlega 75 þúsund áhorfendur voru á leiknum, þar af fjöldi Íslendinga. Þetta var einn af síðustu leikjunum á gamla Wembley sem var lokað í október 2000. Þetta var annar sigur Stoke í bikarkeppni neðri deildarliða og fimmti bikartitill Guðjóns á þjálfaraferlinum. Hann kvaddi Stoke eftir að hafa komið liðinu upp í B-deildina vorið 2002. Peter Coates keypti meirihluta í Stoke af Íslendingunum fjórum árum síðar.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira