Frumsýna Eurovision-mynd Will Ferrell í júní Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:35 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira