Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2020 12:43 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Arnar Halldórsson Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira