Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. maí 2020 14:15 Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. VÍSIR/SKJÁSKOT Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. Hann er fremur bjartsýnn á komandi tíma í fasteignasölu og telur kórónuveiruna ekki eiga eftir að hafa mikil áhrif á fasteignaverð. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteiginir þinglýsti á höfuðborgarsvæðinu í apríl, samkvæmt tölum frá Þjóðskra. Í mars voru þeir 612 og fækkaði því kaupsamningum um 53,9 prósent á milli mánaða. Kjartan Hallgeirsson formaður Félags fasteignasala telur nokkrar ástæður fyrir þessu. „Ég tel nú reyndar að þessar tölur séu hugsanlega ekki alveg réttar þar sem það gerðist í byrjun apríl að sýslumaður dró verulega úr starfsemi sinni og það hefur tekið mun lengri tíma að þinglýsa gögnum, þar á meðal kaupsamningum, þannig að ég tel að þeir samningar sem þarna voru séu ekki allir komnir í gegn. Þannig að ég held að 54 prósent sé aðeins hærri tala heldur en í raun. Ég tel þetta vera minni samdrátt, en að sjálfsögðu hefur covid áhrif á fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði.“ Samfélagið lagðist í híði þegar kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir landið. „Það sem gerðist þegar þetta Covid-dæmi byrjaði þá misstum við auðvitað tæki og tól sem við höfum til að vinna. Menn hættu í opnum húsum og drógu verulega úr sýningum. Og síðan er það auðvitað alveg ljóst að þessi hópur, eldri hópur, sem er stór kúnnahópur á markaðnum, hann dró sig alveg til baka, eða mjög mikið. Þannig að við hvorki vorum að sýna eldra fólki húsnæði né að sýna heima hjá því,“ segir Kjartan. Mun þetta hafa áhrif á fasteignaverð, heldurðu það? „Það er ekki að merkja það að þetta hafi áhrif á fasteignaverð, enn sem komið er, og ég er ekki viss um að það geri það. Ekki ef við náum að reisa okkur á fætur með nokkurri reisn.“ Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. Hann er fremur bjartsýnn á komandi tíma í fasteignasölu og telur kórónuveiruna ekki eiga eftir að hafa mikil áhrif á fasteignaverð. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteiginir þinglýsti á höfuðborgarsvæðinu í apríl, samkvæmt tölum frá Þjóðskra. Í mars voru þeir 612 og fækkaði því kaupsamningum um 53,9 prósent á milli mánaða. Kjartan Hallgeirsson formaður Félags fasteignasala telur nokkrar ástæður fyrir þessu. „Ég tel nú reyndar að þessar tölur séu hugsanlega ekki alveg réttar þar sem það gerðist í byrjun apríl að sýslumaður dró verulega úr starfsemi sinni og það hefur tekið mun lengri tíma að þinglýsa gögnum, þar á meðal kaupsamningum, þannig að ég tel að þeir samningar sem þarna voru séu ekki allir komnir í gegn. Þannig að ég held að 54 prósent sé aðeins hærri tala heldur en í raun. Ég tel þetta vera minni samdrátt, en að sjálfsögðu hefur covid áhrif á fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði.“ Samfélagið lagðist í híði þegar kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir landið. „Það sem gerðist þegar þetta Covid-dæmi byrjaði þá misstum við auðvitað tæki og tól sem við höfum til að vinna. Menn hættu í opnum húsum og drógu verulega úr sýningum. Og síðan er það auðvitað alveg ljóst að þessi hópur, eldri hópur, sem er stór kúnnahópur á markaðnum, hann dró sig alveg til baka, eða mjög mikið. Þannig að við hvorki vorum að sýna eldra fólki húsnæði né að sýna heima hjá því,“ segir Kjartan. Mun þetta hafa áhrif á fasteignaverð, heldurðu það? „Það er ekki að merkja það að þetta hafi áhrif á fasteignaverð, enn sem komið er, og ég er ekki viss um að það geri það. Ekki ef við náum að reisa okkur á fætur með nokkurri reisn.“
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18
Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58
Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent