Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2020 14:16 Mikil andstæða við spilakassa mælist í samfélaginu. Vísir/Baldur Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12
Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12
Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20