Vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá fyrirtækjalistanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2020 21:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/vilhelm Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40