Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri.
Willard gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við This Is Spinal Tap og Anchorman-myndunum og þáttum líkt og Everybody Loves Raymond og Modern Family.
Dóttir Willard staðfesti andlát föður síns í samtali við við Rolling Stone. Sagði hún að Willard hafi látist af náttúrulegum orsökum.
Willard fór með hlutverk Frank, föður Phil Dunphy í Modern Family þáttunum og hlutverk Ed Harken, yfirmanns Ron Burgundy í Anchorman-myndunum.