Slökkviliðið var kallað út um hádegi í dag eftir að vatn flæddi inn í kjallara í húsnæði við Bergstaðastræti.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu náði vatnshæðin um tuttugu sentimetrum. Því er ljóst að um töluvert tjón er að ræða.
Vatnið flæddi inn að utan en talið er að stífla í röri hafi orsakað lekann.
