Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 14:15 Patrekur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna á næstu leiktíð. Mynd/Stöð 2 Sport Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30
ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36
Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07
Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03