Hætti vatn að renna til tjarnarinnar verði það dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 22:00 Finnur Ingimarsson er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs EGILL AÐALSTEINS Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu. Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu.
Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira