Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 20:52 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13