Yfir tíu þúsund skammtar af veislumat beint í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. mars 2020 16:00 Guðmundur Kr. Ragnarsson ber sig vel þótt hann hafi þurft að henda tíu þúsund skömmtum af veislumat á laugardaginn. Vísir Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið. Guðmundur segir engan möguleika fyrir Laugaás að láta matinn frá sér til annarra. Staðurinn geti ekki tekið ábyrgð á því að deila matnum - og megi það ekki samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins. Ef dagar liðu frá því að matur yrði gefinn og þar til einhver neytti, og einhver veiktist, þá væri staðurinn ábyrgur. Hann áætlar að til viðbótar hafi þrjátíu þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðinu farið í ruslið um helgina. „Þetta byrjar eiginlega í síðustu viku þar sem við fórum að sjá afbókanir allt fram í apríl og maí,“ segir Guðmundur sem rekið hefur Laugaás í fjörutíu ár. Um hafi verið að ræða hópa erlendis frá en sömuleiðis hér heima. Stórir hópar hafi helst úr lestinni bæði miðvikudag og fimmtudag. Þeir hafi haldið sínu striki gagnvart viðskiptavinum sínum fyrir laugardagskvöldið enda ráðnir til verksins. Enginn möguleiki á að snúa við „Á laugardeginum eru þetta 10.200 matarskammtar sem eru tilbúnir. Það er búið að elda allan fiskinn, gera alla forréttina, alla desertana, aðalréttina, elda allt grænmetið. Það er bara allt klárt. Á öllum stöðum eru hlutir komnir í hús. Við erum „steady“ að kýla á þetta.“ Um klukkan ellefu á laugardeginum hafi fyrsta afbókunin komið. „Svo er hryna til klukkan tvö. Við höfum enga möguleika á að snúa við,“ segir Guðmundur. Hann hugsar þó ekki aðeins um sig heldur veltir fyrir sér gestunum. Fólkinu. „Einstaklingar voru jafnvel í sminki þegar þeir fá símtalið. Fólk sem er á leið á skemmtanir, í startholunum,“ segir Guðmundur. Hann vonar að fjölmargir hafi engu að síður skemmt sér á laugardagskvöldið. Hann sér fram á algjört hrun í stórum veislum næstu mánuði. Reiknar með engum stórum veislum á næstunni „Ég áætla að þetta verði allur mars, allar veislur í apríl hljóta að vera farnar og fram í maí. Ég hef enga trú á því að stórar skemmtanir verði haldnar á þessu tímabili.“ Hann vonar að blásið verði til algjörrar veislu í haust í samfélaginu. Varðandi tap vegna afbókana segist hann ekki vera kominn svo langt í ferlinu. „Ég veit það bara að þeir sem töluðu við mig höfðu skilning á þessu og töluðu með hlýhug til okkar. Aðalatriðið er að allir eru að reyna að standa saman,“ segir Guðmundur. Fólk megi ekki missa gleðina. Þá hafi hann ekki tjaldað til einnar nætur. „Við erum fjörutíu ára gamalt fyrirtæki. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt hér á Íslandi. Þetta er eitt af því,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að Laugaás jafni sig. „Við höfum passað okkur í gegnum árin eins og flestallir aðrir. Við megum ekki bara horfa á að við séum í rekstri til nokkura mánaða. Þetta er langhlaup. Þetta verður allt í lagi.“ Veitingastaðir Wuhan-veiran Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið. Guðmundur segir engan möguleika fyrir Laugaás að láta matinn frá sér til annarra. Staðurinn geti ekki tekið ábyrgð á því að deila matnum - og megi það ekki samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins. Ef dagar liðu frá því að matur yrði gefinn og þar til einhver neytti, og einhver veiktist, þá væri staðurinn ábyrgur. Hann áætlar að til viðbótar hafi þrjátíu þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðinu farið í ruslið um helgina. „Þetta byrjar eiginlega í síðustu viku þar sem við fórum að sjá afbókanir allt fram í apríl og maí,“ segir Guðmundur sem rekið hefur Laugaás í fjörutíu ár. Um hafi verið að ræða hópa erlendis frá en sömuleiðis hér heima. Stórir hópar hafi helst úr lestinni bæði miðvikudag og fimmtudag. Þeir hafi haldið sínu striki gagnvart viðskiptavinum sínum fyrir laugardagskvöldið enda ráðnir til verksins. Enginn möguleiki á að snúa við „Á laugardeginum eru þetta 10.200 matarskammtar sem eru tilbúnir. Það er búið að elda allan fiskinn, gera alla forréttina, alla desertana, aðalréttina, elda allt grænmetið. Það er bara allt klárt. Á öllum stöðum eru hlutir komnir í hús. Við erum „steady“ að kýla á þetta.“ Um klukkan ellefu á laugardeginum hafi fyrsta afbókunin komið. „Svo er hryna til klukkan tvö. Við höfum enga möguleika á að snúa við,“ segir Guðmundur. Hann hugsar þó ekki aðeins um sig heldur veltir fyrir sér gestunum. Fólkinu. „Einstaklingar voru jafnvel í sminki þegar þeir fá símtalið. Fólk sem er á leið á skemmtanir, í startholunum,“ segir Guðmundur. Hann vonar að fjölmargir hafi engu að síður skemmt sér á laugardagskvöldið. Hann sér fram á algjört hrun í stórum veislum næstu mánuði. Reiknar með engum stórum veislum á næstunni „Ég áætla að þetta verði allur mars, allar veislur í apríl hljóta að vera farnar og fram í maí. Ég hef enga trú á því að stórar skemmtanir verði haldnar á þessu tímabili.“ Hann vonar að blásið verði til algjörrar veislu í haust í samfélaginu. Varðandi tap vegna afbókana segist hann ekki vera kominn svo langt í ferlinu. „Ég veit það bara að þeir sem töluðu við mig höfðu skilning á þessu og töluðu með hlýhug til okkar. Aðalatriðið er að allir eru að reyna að standa saman,“ segir Guðmundur. Fólk megi ekki missa gleðina. Þá hafi hann ekki tjaldað til einnar nætur. „Við erum fjörutíu ára gamalt fyrirtæki. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt hér á Íslandi. Þetta er eitt af því,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að Laugaás jafni sig. „Við höfum passað okkur í gegnum árin eins og flestallir aðrir. Við megum ekki bara horfa á að við séum í rekstri til nokkura mánaða. Þetta er langhlaup. Þetta verður allt í lagi.“
Veitingastaðir Wuhan-veiran Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent