Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2020 22:22 Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira