Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og nauðgunarmál fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2020 16:21 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var með málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sýknaður af ákæru fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Sakaði konan karlinn um að hafa ráðist á sig með þeim afleiðingum að hún varð meðvitundarlaus. Kærði hún manninn sömuleiðis fyrir nauðgun en það mál var fellt niður. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er atburðarásinni lýst. Parið hafði farið út að skemmta sér eitt laugardagskvöld í febrúar 2018. Karlmaðurinn var slappur, kastaði upp og fór fyrr heim. Konan hitti tvo karlmenn úti á lífinu og bauð þeim heim í bjór þegar barnum var lokað á fjórða tímanum. Var karlmaðurinn sofandi í sófanum þegar þau komu heim. Til orðaskipta koma á milli parsins sem varð til þess að hún fór með mennina inn á baðherbergi og læsti að þeim. Þar drukku þau bjór og hlustuðu á tónlist þar til karlmaðurinn bankaði á hurðina með látum. Slitu sambandinu fljótlega Fyrir liggur að konan sótti beittan hníf í eldhússkúffu og brá honum að hálsi karlmannsins fyrir utan baðherbergið og skipaði honum út úr íbúðinni. Greip karlmaðurinn um háls konunnar með annarri hendi en þau voru ósammála um hvort það hefði gerst áður eða eftir að hún lagði hnífinn að hálsi hans. Hvorugur gestanna sá atvikið en karlmaðurinn yfirgaf heimilið í framhaldinu en sneri til baka skömmu síðar. Mennirnir voru farnir um sexleytið um morguninn og konan sendi karlmanninum skilaboð á Messenger klukkan 07:11: „Hættu þessari fylu fsðu bonee og ríddu mer eins og alvoru karlmaður!“ Karlmaðurinn svaraði á mánudeginum: „Mer líður ótrúlega illa yfir þessu á laugardaginn ég skammast min rosalega mikið.“ Flutti hann af heimilinu fáeinum dögum síðar og slitu þau sambandinu í framhaldi af því. Ókunnugur gestur lykilvitni í málinu Í niðurstöðu dómsins kemur fram að allir hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Annar gestanna hafi verið ölvaðastur og ekki byggt á vitnisburði hans í málinu. Hinn gesturinn virðist þó muna vel eftir atvikum. Hann lýsti því að karlmaðurinn hefði verið hinn rólegasti þegar þau komu heim af barnum en konan látið ófriðlega gagnvart honum, viljað koma honum burt og rekið gestina tvo inn á baðherbergi. Eftir að þeir komu af baðherberginu hefðu þeir sest hjá karlmanninum í stofunni, drukkið bjórinn sinn og haldið svo heim. Þessi framburður var lykilframburður í málinu því hann samræmdist frásögn karlmannsins en á engan hátt konunnar. Gesturinn hafði aldrei áður hitt parið. Var frásögn gestsins lögð til grundvallar um aðdraganda þess sem sanna skyldi í málinu. Frásögn konunnar tók breytingum Eftir að gestirnir voru farnir var parið eitt til frásagnar um það sem gerðist. Hún var stöðug í sínum framburði að karlmaðurinn hefði ráðist að henni í stofusófa íbúðarinnar með því að setja hnéð yfir hana, halda henni og taka hálstaki með hægri hendi með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og hlaut mar á hálsi. Hún hafi á hinn bóginn verið óstöðug um nánari atvik. Þannig bar hún fyrst að karlmaðurinn hefði veist að henni í sófanum í kjölfar þess að vinirnir fóru heim, hún rankað við sér, farið inn í svefnherbergi og sent karlmanninum fyrrnefnd Messenger skilaboð. Við næstu skýrslugjöf sagðist hún hafa sent honum skilaboðin áður en hann réðst á hana og í kjölfar þess að þau reyndu að hafa samfarir í svefnherberginu. Fyrir dómi kvaðst hún síðan hafa verið frammi í stofu þegar hún sendi skilaboðin, karlmaðurinn ekki verið kominn heim og hann svo ráðist á hana strax við heimkomu. Fjórða frásögnin hafi svo birst í endursögn barnsmóður karlmannsins en henni skildist á konunni að karlmaðurinn hefði farið að sofa, vinirnir farið heim, hún lagst til svefns í stofusófanum og vaknað við árás karlmannsins. Leitaði ekki til læknis eftir áverkavottorði Þessar breytingar á frásögn konunnar voru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika frásagnar konunnar, segir í dómnum. Karlmaðurinn hafi á hinn bóginn að mestu verið stöðugur í frásögn um atburði. Konan leitaði ekki til læknis eftir árásina og því liggur ekkert fyrir um afleiðingar af meintu broti. Skýringar á því af hverju hún aflaði sér ekki áverkavottorðs eru misvísandi, hvorki trúverðugar eða ótrúverðugari en skýring karlmannsins á ástæðu þess að hann vildi leggjast inn á geðdeild. Sú var að hann hefði ráðist á kærustu sína, eitthvað sem hann sagðist hafa eftir kærustunni sinni sjálfur en ekki muna eftir að hafa gerst. Síðar hefði hann áttað sig á því að hann hefði ekki ráðist á hana. Taldi dómurinn ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði veist að konunni eins og lýst var í ákæru. Nauðgunarrannsókn felld niður Konan kærði karlmanninn sömuleiðis fyrir nauðgun í framhaldi af kæru fyrir líkamsárás en það mál var fellt niður. Liggur fyrir að konan sendi karlmanninum eftirfarandi skilaboð um miðjan febrúar 2018, tíu dögum eftir hið meinta ofbeldisbrot: „Ef ég kæri fyrir kynferðisbrot nauðgun og tilraun til manndráps munt þú játa að þu hafir gert mér það eða muntu ljúga eins og þú gerðir þegar [x] kærði þig?“ Þessu svaraði karlmaðurinn samdægurs svo: „Ég mun jata“. Konan lagði fram kæru á hendur karlinum í júní 2018 fyrir nauðgun og heimilisofbeldi. Sagði hún meinta nauðgun hafa átt sér stað á heimili þeirra um miðjan janúar 2018 og greindi frá atvikum að henni. Það mál var síðar fellt niður en nú var loks kveðinn upp dómur í ofbeldismálinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sýknaður af ákæru fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Sakaði konan karlinn um að hafa ráðist á sig með þeim afleiðingum að hún varð meðvitundarlaus. Kærði hún manninn sömuleiðis fyrir nauðgun en það mál var fellt niður. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er atburðarásinni lýst. Parið hafði farið út að skemmta sér eitt laugardagskvöld í febrúar 2018. Karlmaðurinn var slappur, kastaði upp og fór fyrr heim. Konan hitti tvo karlmenn úti á lífinu og bauð þeim heim í bjór þegar barnum var lokað á fjórða tímanum. Var karlmaðurinn sofandi í sófanum þegar þau komu heim. Til orðaskipta koma á milli parsins sem varð til þess að hún fór með mennina inn á baðherbergi og læsti að þeim. Þar drukku þau bjór og hlustuðu á tónlist þar til karlmaðurinn bankaði á hurðina með látum. Slitu sambandinu fljótlega Fyrir liggur að konan sótti beittan hníf í eldhússkúffu og brá honum að hálsi karlmannsins fyrir utan baðherbergið og skipaði honum út úr íbúðinni. Greip karlmaðurinn um háls konunnar með annarri hendi en þau voru ósammála um hvort það hefði gerst áður eða eftir að hún lagði hnífinn að hálsi hans. Hvorugur gestanna sá atvikið en karlmaðurinn yfirgaf heimilið í framhaldinu en sneri til baka skömmu síðar. Mennirnir voru farnir um sexleytið um morguninn og konan sendi karlmanninum skilaboð á Messenger klukkan 07:11: „Hættu þessari fylu fsðu bonee og ríddu mer eins og alvoru karlmaður!“ Karlmaðurinn svaraði á mánudeginum: „Mer líður ótrúlega illa yfir þessu á laugardaginn ég skammast min rosalega mikið.“ Flutti hann af heimilinu fáeinum dögum síðar og slitu þau sambandinu í framhaldi af því. Ókunnugur gestur lykilvitni í málinu Í niðurstöðu dómsins kemur fram að allir hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Annar gestanna hafi verið ölvaðastur og ekki byggt á vitnisburði hans í málinu. Hinn gesturinn virðist þó muna vel eftir atvikum. Hann lýsti því að karlmaðurinn hefði verið hinn rólegasti þegar þau komu heim af barnum en konan látið ófriðlega gagnvart honum, viljað koma honum burt og rekið gestina tvo inn á baðherbergi. Eftir að þeir komu af baðherberginu hefðu þeir sest hjá karlmanninum í stofunni, drukkið bjórinn sinn og haldið svo heim. Þessi framburður var lykilframburður í málinu því hann samræmdist frásögn karlmannsins en á engan hátt konunnar. Gesturinn hafði aldrei áður hitt parið. Var frásögn gestsins lögð til grundvallar um aðdraganda þess sem sanna skyldi í málinu. Frásögn konunnar tók breytingum Eftir að gestirnir voru farnir var parið eitt til frásagnar um það sem gerðist. Hún var stöðug í sínum framburði að karlmaðurinn hefði ráðist að henni í stofusófa íbúðarinnar með því að setja hnéð yfir hana, halda henni og taka hálstaki með hægri hendi með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og hlaut mar á hálsi. Hún hafi á hinn bóginn verið óstöðug um nánari atvik. Þannig bar hún fyrst að karlmaðurinn hefði veist að henni í sófanum í kjölfar þess að vinirnir fóru heim, hún rankað við sér, farið inn í svefnherbergi og sent karlmanninum fyrrnefnd Messenger skilaboð. Við næstu skýrslugjöf sagðist hún hafa sent honum skilaboðin áður en hann réðst á hana og í kjölfar þess að þau reyndu að hafa samfarir í svefnherberginu. Fyrir dómi kvaðst hún síðan hafa verið frammi í stofu þegar hún sendi skilaboðin, karlmaðurinn ekki verið kominn heim og hann svo ráðist á hana strax við heimkomu. Fjórða frásögnin hafi svo birst í endursögn barnsmóður karlmannsins en henni skildist á konunni að karlmaðurinn hefði farið að sofa, vinirnir farið heim, hún lagst til svefns í stofusófanum og vaknað við árás karlmannsins. Leitaði ekki til læknis eftir áverkavottorði Þessar breytingar á frásögn konunnar voru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika frásagnar konunnar, segir í dómnum. Karlmaðurinn hafi á hinn bóginn að mestu verið stöðugur í frásögn um atburði. Konan leitaði ekki til læknis eftir árásina og því liggur ekkert fyrir um afleiðingar af meintu broti. Skýringar á því af hverju hún aflaði sér ekki áverkavottorðs eru misvísandi, hvorki trúverðugar eða ótrúverðugari en skýring karlmannsins á ástæðu þess að hann vildi leggjast inn á geðdeild. Sú var að hann hefði ráðist á kærustu sína, eitthvað sem hann sagðist hafa eftir kærustunni sinni sjálfur en ekki muna eftir að hafa gerst. Síðar hefði hann áttað sig á því að hann hefði ekki ráðist á hana. Taldi dómurinn ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði veist að konunni eins og lýst var í ákæru. Nauðgunarrannsókn felld niður Konan kærði karlmanninn sömuleiðis fyrir nauðgun í framhaldi af kæru fyrir líkamsárás en það mál var fellt niður. Liggur fyrir að konan sendi karlmanninum eftirfarandi skilaboð um miðjan febrúar 2018, tíu dögum eftir hið meinta ofbeldisbrot: „Ef ég kæri fyrir kynferðisbrot nauðgun og tilraun til manndráps munt þú játa að þu hafir gert mér það eða muntu ljúga eins og þú gerðir þegar [x] kærði þig?“ Þessu svaraði karlmaðurinn samdægurs svo: „Ég mun jata“. Konan lagði fram kæru á hendur karlinum í júní 2018 fyrir nauðgun og heimilisofbeldi. Sagði hún meinta nauðgun hafa átt sér stað á heimili þeirra um miðjan janúar 2018 og greindi frá atvikum að henni. Það mál var síðar fellt niður en nú var loks kveðinn upp dómur í ofbeldismálinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira