24 dagar í Pepsi Max: Meirihluti þjálfara deildarinnar hafa spilað fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:00 Rúnar Kristinsson náði aldrei að verða Íslandsmeistari sem leikmaður KR en hefur aftur á móti gert KR-liðið þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 24 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Sjö af tólf þjálfurum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í sumar eru fyrrum leikmenn KR þar af eru fjórir þeirra uppaldir í Vesturbænum. Tímabilið hefst núna í júní, rétt rúmum 23 árum eftir af KR-liðið fór í verkfall eftir að Lúkasi Kostic var sagt upp störfum eftir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjunum sumarið 1997. Fjórir af núverandi þjálfurum Pepsi Max deildar karla voru þá liðsfélagar í KR-liðinu. Það voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson. Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar KR, sagði þá í viðtali við Morgunblaðið að leikmennirnir væru samningsbundnir og að þeim beri að mæta í vinnuna. Leikmenn KR mættu ekki á æfingu frá föstudegi til sunnudags en komu til baka á mánudegi og fóru að æfa hjá nýjum þjálfara liðsins sem var Haraldur Haraldsson. Enginn þessara fyrrnefndu fjögurra leikmanna KR og núverandi þjálfara KR, héldu þó áfram að spila með KR eftir 1997 tímabilið. Heimir Guðjónsson skipti yfir í ÍA og þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ólafur H. Kristjánsson fóru allir í atvinnumennsku. Ólafur og Óskar Hrafn spiluðu ekki aftur á Íslandi og Heimir hefur ekki verið í KR síðan. Heimir fór frá ÍA til FH þar sem hann eyddi svo sautján árum sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari í Kaplakrika. Brynjar Björn Gunnarsson kom hins vegar til baka í Vesturbæinn og endaði ferilinn sem Íslandsmeistari með KR. Óskar Hrafn þjálfar nú Breiðablik og er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. Ólafur Kristjánsson, sem þjálfar FH, og Heimir Guðjónsson, sem þjálfar Val, eru tveir reyndustu þjálfarar deildarinnar og Brynjar Björn Gunnarsson gerði flotta hluti á fyrsta ári sínu með HK. Það eru hins vegar fleiri þjálfarar í Pepsi Max deildinni sem hafa spilað með KR í efstu deild. Það eru Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem spilaði allan meistaraflokksferill sinn á Íslandi í KR-búningnum, og svo þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. Arnar spilaði með KR frá 2003 og 2005 og varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabilinu. Ágúst Þór Gylfason kom til KR árið 2004 og spilað með félaginu til 2007. Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Þjálfarar í Pepsi Max deildinni 2020 sem hafa spilað fyrir KR í efstu deild: 140 leikir - Rúnar Kristinsson, KR 124 leikir - Heimir Guðjónsson, FH 71 leikur - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki 66 leikir - Brynjar Björn Gunnarsson, HK 41 leikur - Ágúst Þór Gylfason, Gróttu 34 leikir - Arnar Gunnlaugsson, Víkingi 29 leikir - Ólafur H. Kristjánsson, FH
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira