Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2020 11:23 Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira