Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2020 11:58 Ekki er hægt að segja til um hvar gróðureldurinn kom upp í Norðurárdal. Vísir/Rolando Diaz Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. Svæðið þar sem eldurinn kom upp er nærri Paradísarlaut og fossinum Glanna, sem eru náttúruperlur við Bifröst. Slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, Akranesi og Suðurnesjum börðust við eldana í um tíu klukkustundir en auk þeirra aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla á vettvangi. Hátt í hundrað manns komu að aðgerðum. Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkviliðsmenn mættir aftur í frágang eftir erfiða nótt Slökkvistarfi lauk formlega um sexleytið í morgun þegar síðustu slökkviliðmenn skiluðu sér í hús. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir svæðið þar sem eldarnir loguðu stórt, um tíu til fimmtán hektarar. Slökkviliðsmenn hafi unnið í mjög erfiðu landslagi í hrauni. „Menn eru vel þreyttir en mættir aftur á stöðvarnar í lokafrágang. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum og þakklátur þeim sem aðstoðuðu okkur í nótt,“ segir Heiðar. Svæðið þar sem eldarnir loguðu í Norðurárdal eru á bilinu tíu til fimmtán hektarar.Vísir/Rolando Diaz Eins og sjá má er svæðið stórt þar sem að eldarnir loguðu. Hægra megin á myndinni má sjá þjóðveg 1, en þaðan unnu slökkviliðsmenn.Vísir/Rolando Diaz Um hundrað manns tóku þátt í aðgerðum í Norðurárdal í nótt.Vísir/Rolando Diaz Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37 „Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. Svæðið þar sem eldurinn kom upp er nærri Paradísarlaut og fossinum Glanna, sem eru náttúruperlur við Bifröst. Slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, Akranesi og Suðurnesjum börðust við eldana í um tíu klukkustundir en auk þeirra aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla á vettvangi. Hátt í hundrað manns komu að aðgerðum. Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkviliðsmenn mættir aftur í frágang eftir erfiða nótt Slökkvistarfi lauk formlega um sexleytið í morgun þegar síðustu slökkviliðmenn skiluðu sér í hús. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir svæðið þar sem eldarnir loguðu stórt, um tíu til fimmtán hektarar. Slökkviliðsmenn hafi unnið í mjög erfiðu landslagi í hrauni. „Menn eru vel þreyttir en mættir aftur á stöðvarnar í lokafrágang. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum og þakklátur þeim sem aðstoðuðu okkur í nótt,“ segir Heiðar. Svæðið þar sem eldarnir loguðu í Norðurárdal eru á bilinu tíu til fimmtán hektarar.Vísir/Rolando Diaz Eins og sjá má er svæðið stórt þar sem að eldarnir loguðu. Hægra megin á myndinni má sjá þjóðveg 1, en þaðan unnu slökkviliðsmenn.Vísir/Rolando Diaz Um hundrað manns tóku þátt í aðgerðum í Norðurárdal í nótt.Vísir/Rolando Diaz Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37 „Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37
„Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00