Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:19 Stúdentaráð Háskóla Íslands sendir kröfuna fyrir hönd íslenskra stúdenta. vísir/vilhelm Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax. Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands gefa til kynna að atvinnutryggingagjöld þessa hóps nemi 3,9 milljörðum króna og hefur stjórnvöldum verið sendur reikningurinn, sem má sjá hér að neðan. Krafan er liður í baráttu háskólanema fyrir efldum úrræðum stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Stúdentar telja fyrirætlanir hins opinbera um atvinnusköpun í sumar hrökkva skammt og hafa kallað eftir því að námsmenn geti sótt um atvinnuleysisbætur í sumar, nú þegar fyrirtæki halda að sér höndum og sumarstörf af skornum skammti. Fyrir þessu eru fordæmi, en stúdentar voru sviptir rétti til atvinnuleysisbóta í námshléum árið 2010. Sjá einnig: „Störfin munu aldrei grípa alla“ „Stúdentar eru réttindalausir þar sem þeir falla á milli kerfa. Þeir missa réttinn til atvinnuleysisbóta ef þeir eru skráðir í meira en 10 eininga nám en á sama tíma er námsframvindukrafa LÍN 22 einingar fyrir lágmarks framfærsluláni. LÍN lánar aðeins 9 mánuði ársins og hina þrjá eiga stúdentar engan rétt á framfærslustuðningi frá ríkinu,“ segir þannig í ákalli námsmanna. Reikningurinn sem námsmenn senda á stjórnvöld. Íslenskir stúdentar vinna mikið meðfram námi í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt tölum Eurostudent IV starfa 70 prósent námsmanna í hálfu starfi samhliða námi og 90 prósent vinna fullt starf á sumrin. Útreikningar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, m.v. lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, gefa því til kynna að námsmenn hafi greitt rúma 3,9 milljarða króna í atvinnutryggingagjöld frá árinu 2010 - sem námsmenn vilja nú fá endurgreitt. „Það má spyrja sig af hverju stúdentar eru að borga í sjóð sem býr til öryggisnet sem þeir hafa engan aðgang að,“ spyrja námsmenn. Ráðherrar kynntu aðgerðir fyrir námsmenn á blaðamannafundi í síðustu viku Stúdentaráð hefur bent á að úrræðin sem standa stúdentum til boða munu ekki grípa alla þó þau séu nauðsynleg skref í rétta átt. „3400 störfin sem verða í boði eru bæði ætluð framhaldsskólanemum og háskólanemum. Samanlagt gera það 30 þúsund námsmenn og það gefur augaleið að störfin munu ekki duga fyrir alla. Við erum enn að bíða eftir að sjá framboð þeirra og getum ekki stólað á að stjórnvöld sjái til hvernig störfin ganga fyrir sig og í framhaldinu tekið ákvörðun um að skapa fleiri,“ segir Stúdentaráð. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að námsmenn séu ekki undanskildir aðgengi að sama öryggisneti og annað vinnandi fólk. Óvissan sem við stöndum fyrir er gríðarleg og krefst lausna strax.
Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48