Sirine Jahangir er 14 ára ung kona sem missti sjónina ung að aldri. Hún mætti í áheyrnaprufu í breska raunveruleikaþættinum Britain´s Got Talent á dögunum og má með sanni segja að hún hafi heillað alla í salnum, og þá sérstaklega fjórmenningana í dómnefndinni.
Jahangir flutti eigin útgáfu af laginu Salvation og lék á píanónið í leiðinni. Hún var mætt í keppninni með mikinn stuðning frá fjölskyldumeðlimum í salnum.
Og sjá mátti tár á hvarmi á mörgum áhorfendum þegar hún flutti lagið. Jahangir flaug áfram í keppninni og vildu allir dómararnir sjá hana halda áfram en hér að neðan má sjá prufuna.