12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu Alþingis. vísir/vilhelm Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent