Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi upp úr klukkan ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða árekstur tveggja bíla.

Þá varð sömuleiðis umferðaróhapp á Suðurlandsbrautinni nærri Grensásvegi klukkan tólf þar sem tveir bílar komu við sögu. Þar virðast ekki hafa orðið slys á fólki og er verið að hreinsa til á svæðinu.