Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2020 20:11 Árni Bragason landgræðslustjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28