Leiðrétta Semu og segja brottvísun á áætlun þrátt fyrir frestun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2020 15:42 Útlendingastofnun segir að þrátt fyrir frestun sé brottvísun á áætlun. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir ekki rétt að frestun brottvísunar írakskrar barnafjölskyldu til Grikklands sé tilkomin vegna þess að grísk stjórnvöld geti ekki tekið á móti þeim vegna aðstæðna. Ástæðan sé sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hafi verið breytt. Því liggi ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hafi nú þegar verið send á réttan aðila í Grikklandi til afgreiðslu. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjölskyldan er ein fimm fjölskyldna hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands þar sem fjölskyldan hefur fengið alþjóðlega vernd. Bíða samþykkis frá réttum aðila í Grikklandi Sema Erla Serdar, talsmaður fjölkskyldunnar, sagði í tilkynningu í dag að brottvísun hefði verið frestað. Ástæðan væri sú að grísk stjórnvöld segðust ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. Útlendingastofnun segir þetta ekki rétt. Síðan hefur Sema uppfært færslu sína á Facebook, slegið varnagla og bætt orðinu „eflaust“ við. „Stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbýr nú ferð til Grikklands með fjölskyldu og einstakling, sem var synjað um efnislega meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi vegna þess að þau njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í Grikklandi,“ segir í tilkynningunni frá Útlendingastofnun. „Ferðin var á áætlun í þessari viku en hlutaðeigandi hefur verið tilkynnt að hún muni frestast. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild er ástæðan sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hefur verið breytt og því liggur ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hefur nú þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi til afgreiðslu.“ Það sé því ekki rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðleg vernd í Grikklandi vegna aðstæðna þar í landi. Rauði krossinn segir ástandið í Grikklandi óboðlegt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins. Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39 Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir ekki rétt að frestun brottvísunar írakskrar barnafjölskyldu til Grikklands sé tilkomin vegna þess að grísk stjórnvöld geti ekki tekið á móti þeim vegna aðstæðna. Ástæðan sé sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hafi verið breytt. Því liggi ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hafi nú þegar verið send á réttan aðila í Grikklandi til afgreiðslu. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjölskyldan er ein fimm fjölskyldna hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands þar sem fjölskyldan hefur fengið alþjóðlega vernd. Bíða samþykkis frá réttum aðila í Grikklandi Sema Erla Serdar, talsmaður fjölkskyldunnar, sagði í tilkynningu í dag að brottvísun hefði verið frestað. Ástæðan væri sú að grísk stjórnvöld segðust ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. Útlendingastofnun segir þetta ekki rétt. Síðan hefur Sema uppfært færslu sína á Facebook, slegið varnagla og bætt orðinu „eflaust“ við. „Stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbýr nú ferð til Grikklands með fjölskyldu og einstakling, sem var synjað um efnislega meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi vegna þess að þau njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í Grikklandi,“ segir í tilkynningunni frá Útlendingastofnun. „Ferðin var á áætlun í þessari viku en hlutaðeigandi hefur verið tilkynnt að hún muni frestast. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild er ástæðan sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hefur verið breytt og því liggur ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hefur nú þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi til afgreiðslu.“ Það sé því ekki rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðleg vernd í Grikklandi vegna aðstæðna þar í landi. Rauði krossinn segir ástandið í Grikklandi óboðlegt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.
Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39 Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39
Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51