Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 14:38 Frá fundalotu samninganefndanna á þriðjudag. vísir/egill Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara en ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni. Of mikið beri ennþá á milli. Icelandair sendi tilkynningu á Kauphöllina núna á þriðja tímanum þar sem það segir ólíklegt að það muni ná að landa samningi við Flugfreyjufélag Íslands. Félagið muni kanna allar mögulegar útfærslur áður en ákveðið verður um næstu skref. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ. Í yfirlýsingu til fjölmiðla segir Icelandair að flugfreyjur hafi hafnað lokatilboði félagsins. Það hafi innihaldið eftirgjöf frá fyrri tilboðum sem eiga að hafa komið til móts við sjónarmið félagsmanna. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna,“ segir í orðsendingu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Bogi Nils Bogason segir niðurstöðuna vonbrigði.Vísir/Egill „Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.” Mikill þrýstingur er á samninganefndir félaganna að ljúka viðræðunum fyrir föstudag þegar Icelandair hefur boðað til hluthafafundar, í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefndir flugmanna og flugvirkja hafa þegar gengið að fimm ára kjarasamningi. Félagsmenn Flugvirkjafélagsins samþykktu kjarsamninginn en atkvæðagreiðslu um hann lauk í dag. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á föstudag, skömmu áður en hluthafafundurinn hefst. Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Sjá meira
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara en ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni. Of mikið beri ennþá á milli. Icelandair sendi tilkynningu á Kauphöllina núna á þriðja tímanum þar sem það segir ólíklegt að það muni ná að landa samningi við Flugfreyjufélag Íslands. Félagið muni kanna allar mögulegar útfærslur áður en ákveðið verður um næstu skref. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ. Í yfirlýsingu til fjölmiðla segir Icelandair að flugfreyjur hafi hafnað lokatilboði félagsins. Það hafi innihaldið eftirgjöf frá fyrri tilboðum sem eiga að hafa komið til móts við sjónarmið félagsmanna. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna,“ segir í orðsendingu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Bogi Nils Bogason segir niðurstöðuna vonbrigði.Vísir/Egill „Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.” Mikill þrýstingur er á samninganefndir félaganna að ljúka viðræðunum fyrir föstudag þegar Icelandair hefur boðað til hluthafafundar, í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefndir flugmanna og flugvirkja hafa þegar gengið að fimm ára kjarasamningi. Félagsmenn Flugvirkjafélagsins samþykktu kjarsamninginn en atkvæðagreiðslu um hann lauk í dag. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á föstudag, skömmu áður en hluthafafundurinn hefst.
Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Sjá meira
Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43
Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41