Flugvirkjar gengu að samningnum við Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 15:17 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni. vísir/vilhelm Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Sjá meira
Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Sjá meira
Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38