Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 20:00 Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís. Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís.
Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira