Kyle Walker sá eini sem hefur haldið hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 11:30 Kyle Walker sýndi góða takta í marki Manchester City gegn Atalanta í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, er eini markvörðurinn sem hefur ekki fengið á sig mark gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. Atalanta tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn með 3-4 sigri á Valencia á Mestalla í gær. Ítalska liðið vann einvígið 8-4 samanlagt. Josip Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í leiknum í gær og alls fimm af átta mörkum liðsins í einvíginu gegn Valencia. Atalanta hefur samtals skorað 16 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Ítalska liðið hefur skorað framhjá öllum markvörðum sem það hefur mætt í Meistaradeildinni nema Walker sem er ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem markvörður. Walker lék síðustu mínúturnar í marki City í 1-1 jafntefli við Atalanta í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum fékk Claudio Bravo rauða spjaldið fyrir brot á Ilicic. Bravo hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ederson þegar sá síðarnefndi fór meiddur af velli í hálfleik. City þurfti því markvörð og Walker var settur í verkið. Hann klæddi sig í markvarðabúning og markmannshanska og stóð á milli stanganna síðustu mínútur leiksins. Walker stóð sig vel í marki City og hélt hreinu. Walker tókst því það sem Ederson, Bravo, Andriy Pyatov, Dominik Livakovic, Jaume Doménech og Jasper Cillesen mistókst; að halda hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vetur. Kyle Walker is the ONLY 'goalkeeper' to prevent Atalanta scoring in the Champions League this season pic.twitter.com/5RoYWG2Tt0— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2020 Mörkin úr 3-4 sigri Atalanta á Valencia í gær má sjá hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, er eini markvörðurinn sem hefur ekki fengið á sig mark gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. Atalanta tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn með 3-4 sigri á Valencia á Mestalla í gær. Ítalska liðið vann einvígið 8-4 samanlagt. Josip Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í leiknum í gær og alls fimm af átta mörkum liðsins í einvíginu gegn Valencia. Atalanta hefur samtals skorað 16 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Ítalska liðið hefur skorað framhjá öllum markvörðum sem það hefur mætt í Meistaradeildinni nema Walker sem er ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem markvörður. Walker lék síðustu mínúturnar í marki City í 1-1 jafntefli við Atalanta í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum fékk Claudio Bravo rauða spjaldið fyrir brot á Ilicic. Bravo hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ederson þegar sá síðarnefndi fór meiddur af velli í hálfleik. City þurfti því markvörð og Walker var settur í verkið. Hann klæddi sig í markvarðabúning og markmannshanska og stóð á milli stanganna síðustu mínútur leiksins. Walker stóð sig vel í marki City og hélt hreinu. Walker tókst því það sem Ederson, Bravo, Andriy Pyatov, Dominik Livakovic, Jaume Doménech og Jasper Cillesen mistókst; að halda hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vetur. Kyle Walker is the ONLY 'goalkeeper' to prevent Atalanta scoring in the Champions League this season pic.twitter.com/5RoYWG2Tt0— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2020 Mörkin úr 3-4 sigri Atalanta á Valencia í gær má sjá hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00