Játa sök í háskólasvikamyllumálinu Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 17:36 Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli, eiginmaður hennar, munu játa sök í hinu svokallaða háskólasvikamyllumáli. Hjónin voru á meðal fimmtíu annarra sem voru ákærð fyrir að taka þátt í svikum til þess að koma börnum sínum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Á síðasta ári var leikkonan Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna málsins, en leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum. Var hún ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkur á að hún kæmist inn í betri skóla. Laughlin og eiginmaður hennar höfðu upphaflega ætlað að neita sök í málinu en á vef BBC segir að þau hafi nú samþykkt samkomulag sem kveður á um fangelsisvist, sekt og samfélagsþjónustu. Laughlin mun samkvæmt samkomulaginu afplána tveggja mánaða fangelsisdóm og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt og maður hennar fimm mánaða fangelsisdóm og greiða sekt upp á 250 þúsund Bandaríkjadali. Hjónin eru sökuð um að hafa borgað 500 þúsund dali til þess að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Upphæðin samsvarar tæplega 72 milljónum íslenskra króna á núverandi gegni. Með játningu hjónanna hafa nú 24 játað sök í málinu. Að sögn saksóknara í Massachusetts er unnið að því að ljúka málinu og vona yfirvöld að sem flestir verði dregnir til ábyrgðar fyrir þátttöku sína í málinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli, eiginmaður hennar, munu játa sök í hinu svokallaða háskólasvikamyllumáli. Hjónin voru á meðal fimmtíu annarra sem voru ákærð fyrir að taka þátt í svikum til þess að koma börnum sínum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Á síðasta ári var leikkonan Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna málsins, en leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum. Var hún ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkur á að hún kæmist inn í betri skóla. Laughlin og eiginmaður hennar höfðu upphaflega ætlað að neita sök í málinu en á vef BBC segir að þau hafi nú samþykkt samkomulag sem kveður á um fangelsisvist, sekt og samfélagsþjónustu. Laughlin mun samkvæmt samkomulaginu afplána tveggja mánaða fangelsisdóm og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt og maður hennar fimm mánaða fangelsisdóm og greiða sekt upp á 250 þúsund Bandaríkjadali. Hjónin eru sökuð um að hafa borgað 500 þúsund dali til þess að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Upphæðin samsvarar tæplega 72 milljónum íslenskra króna á núverandi gegni. Með játningu hjónanna hafa nú 24 játað sök í málinu. Að sögn saksóknara í Massachusetts er unnið að því að ljúka málinu og vona yfirvöld að sem flestir verði dregnir til ábyrgðar fyrir þátttöku sína í málinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36