Framsal hlutabréfa algeng leið til að koma eignum á milli kynslóða Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. maí 2020 11:00 Pétur Steinn Guðmundsson lögfræðingur á Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte. „Algengt er að foreldrar eru að koma verðmætum til barna sinna með fyrirframgreiddum arfi. Oft hefur maður séð foreldra láta fjármuni af hendi þegar börnin eru að kaupa íbúð eða þarfnast fjárhagslegs stuðnings vegna sinna mála,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögfræðingur á Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte aðspurður um það hvort framsal eigna eða hlutabréfa sé algengt á Íslandi. Að hans sögn er þetta leið til að koma eignum á milli kynslóða og fyrir því geta legið ýmsar ástæður. Þegar verið er að afhenda hlutabréf með fyrirframgreiddum arfi, þá er verið að tryggja að nærfjölskyldan haldi áfram þeirri vegferð sem foreldrarnir hafa farið og munu taka við stjórnartaumunum á einhverjum tímapunkti,“ segir Pétur og bætir við „Þetta getur verið gert til að tryggja að viðkomandi barn eða börn verði í fyrirtækinu, stundum þegar foreldri er veikt og verið er að tryggja að hlutabréfin fari til þeirra barna í þeim hlutföllum sem sátt er um.“ Á dögunum skapaðist nokkur umræða um framsal eigenda Samherja á hlutabréfaeign sínum til barna sinna. Pétur Steinn segist hvorki þekkja til þessa máls né geta svarað fyrir það en leiðir okkur í gegnum almenn atriði sem lúta að gjörningum sem þessum. Að færa eignir á milli kynslóða „Almenna reglan er að við framsal hlutabréfa til barna gilda sömu reglur og um annað framsal, milli ótengdra aðila,“ segir Pétur Steinn spurður um það hvort aðrar reglur gildi um framsal á hlutabréfum til barna en til dæmis á öðrum eignum. ,,Gleymum því ekki að með erfðagjörningi er verið að koma hlutabréfum eða öðrum eignum á milli kynslóða og það er hægt á Íslandi með því að fyrirframgreiða arf til barna sinna gegn greiðslu 10% erfðafjárskatts. Víða erlendis er möguleiki að koma slíkum verðmætum án skattgreiðslna til barna sinna, en hér á landi hefur verið farin önnur leið,“ segir Pétur og bætir við „Önnur leið til að koma hlutabréfum til næstu kynslóðar er að framselja hlutabréfin til barnanna með beinni sölu.“ Við báðum Pétur Stein um að fara yfir helstu atriði um þessi mál. Fyrirframgreiddur arfur „Með fyrirframgreiddum arfi, er miðað við verðmæti þess sem erfa á. Þegar um er að ræða hlutabréf er litið til þess hvort félagið sé skráð til dæmis á markað og hafi þannig opinbert gengi sem þá skal miða við. Ef hlutabréf eru ekki skráð skal miða við gangverð þeirra í síðustu viðskiptum sem oft er torsótt vegna þess að það eru ekki endilega mörg viðskipti til staðar með hlutabréfin. Ef ekki er til slíkt verð, skal miða við bókfært verð eigin fjár, samkvæmt síðasta endurskoðaða ársreikningi eða árshlutareikningi. Þegar búið er að finna kaupverðið er ekkert til fyrirstöðu að viðskiptin fari fram gegn greiðslu. Arfur eru einstaklingsbundin réttindi, þannig að við arfleiðslu er það einstaklingur (foreldri) sem arfleiðir annan einstakling (barn) að verðmætum, sem greiddur er 10% erfðafjárskattur af. Ef erfa á þriðja aðila jafnvel þótt það sé innan stórfjölskyldunnar, verður að gera það með erfðaskrá. Með erfðaskrá er heimilt að ráðstafa þriðjungi eigna sinna með bréfarfi. Með fyrirframgreiddum arfi er greiddur 10% erfðafjárskattur af verðmætunum sem eru afhent með þessum hætti. Því er aðeins öðruvísi farið við andlát þegar dánarbú er gert upp með þeim hætti að ákveðin fjárhæð í dag kr. 1.500.000 er skattfrjáls við uppgjör dánarbúa, en það er ekki þannig með fyrirframgreiddan arf. Það er alltaf greiddur 10% skattur af verðmæti þess sem erfist,“ segir Pétur Steinn. Pétur Steinn segir algengt að eignir séu færðar á milli kynslóða með fyrirfram greiddum arfi eða framsali hlutabréfa. Framsal hlutabréfa „Þegar einstaklingur selur hlutabréf til annars aðila, getur myndast söluhagnaður sem byggir á að söluverðið er hærra en upphaflegt kaupverð bréfanna og greiddur er 22% skattur af söluhagnaði. Söluverðmæti hlutabréfa í viðskiptum til barna eiga að miðast við sama verð eins og um ótengdan aðila væri að ræða í viðskiptum við foreldrið. Ef þessa er ekki gætt getur verið um gjöf að ræða sem getur leitt til þess að síðar meir verði barnið, sem fékk gjöfina, krafið um tekjuskatt af mismuninum af raunverulegum verðmætum hlutabréfanna og þeirra verðmæta sem miðað var við í viðskiptunum, enda litið svo á að um gjöf sé að ræða. Ef einkahlutafélag eða hlutafélag selur hlutabréf sem það á í þriðja aðila, er það ekki skattlagt hjá seljanda. Samkvæmt tekjuskattslögum er meginreglan sú að söluhagnað hlutabréfa eigi að skattleggja, en sérstaka frádráttarheimild er að finna í lögunum sem þurrkar hagnaðinn út og því verður ekki um skattlagningu að ræða,“ segir Pétur Steinn. Er þetta flókið og langt ferli? „Þetta er einföld leið, ef verðmætin liggja fyrir, mjög skýr og fljótleg því ferlið í gegnum sýslumann tekur mjög stuttan tíma. Þetta er líka nokkuð endanleg leið, því þegar búið er að greiða erfðafjárskattinn á ekki að koma upp spurningar á síðari stigum um verðmæti eða tilurð þess að fyrirframgreiddur arfur var greiddur,“ segir Pétur Steinn. Góðu ráðin Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Algengt er að foreldrar eru að koma verðmætum til barna sinna með fyrirframgreiddum arfi. Oft hefur maður séð foreldra láta fjármuni af hendi þegar börnin eru að kaupa íbúð eða þarfnast fjárhagslegs stuðnings vegna sinna mála,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögfræðingur á Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte aðspurður um það hvort framsal eigna eða hlutabréfa sé algengt á Íslandi. Að hans sögn er þetta leið til að koma eignum á milli kynslóða og fyrir því geta legið ýmsar ástæður. Þegar verið er að afhenda hlutabréf með fyrirframgreiddum arfi, þá er verið að tryggja að nærfjölskyldan haldi áfram þeirri vegferð sem foreldrarnir hafa farið og munu taka við stjórnartaumunum á einhverjum tímapunkti,“ segir Pétur og bætir við „Þetta getur verið gert til að tryggja að viðkomandi barn eða börn verði í fyrirtækinu, stundum þegar foreldri er veikt og verið er að tryggja að hlutabréfin fari til þeirra barna í þeim hlutföllum sem sátt er um.“ Á dögunum skapaðist nokkur umræða um framsal eigenda Samherja á hlutabréfaeign sínum til barna sinna. Pétur Steinn segist hvorki þekkja til þessa máls né geta svarað fyrir það en leiðir okkur í gegnum almenn atriði sem lúta að gjörningum sem þessum. Að færa eignir á milli kynslóða „Almenna reglan er að við framsal hlutabréfa til barna gilda sömu reglur og um annað framsal, milli ótengdra aðila,“ segir Pétur Steinn spurður um það hvort aðrar reglur gildi um framsal á hlutabréfum til barna en til dæmis á öðrum eignum. ,,Gleymum því ekki að með erfðagjörningi er verið að koma hlutabréfum eða öðrum eignum á milli kynslóða og það er hægt á Íslandi með því að fyrirframgreiða arf til barna sinna gegn greiðslu 10% erfðafjárskatts. Víða erlendis er möguleiki að koma slíkum verðmætum án skattgreiðslna til barna sinna, en hér á landi hefur verið farin önnur leið,“ segir Pétur og bætir við „Önnur leið til að koma hlutabréfum til næstu kynslóðar er að framselja hlutabréfin til barnanna með beinni sölu.“ Við báðum Pétur Stein um að fara yfir helstu atriði um þessi mál. Fyrirframgreiddur arfur „Með fyrirframgreiddum arfi, er miðað við verðmæti þess sem erfa á. Þegar um er að ræða hlutabréf er litið til þess hvort félagið sé skráð til dæmis á markað og hafi þannig opinbert gengi sem þá skal miða við. Ef hlutabréf eru ekki skráð skal miða við gangverð þeirra í síðustu viðskiptum sem oft er torsótt vegna þess að það eru ekki endilega mörg viðskipti til staðar með hlutabréfin. Ef ekki er til slíkt verð, skal miða við bókfært verð eigin fjár, samkvæmt síðasta endurskoðaða ársreikningi eða árshlutareikningi. Þegar búið er að finna kaupverðið er ekkert til fyrirstöðu að viðskiptin fari fram gegn greiðslu. Arfur eru einstaklingsbundin réttindi, þannig að við arfleiðslu er það einstaklingur (foreldri) sem arfleiðir annan einstakling (barn) að verðmætum, sem greiddur er 10% erfðafjárskattur af. Ef erfa á þriðja aðila jafnvel þótt það sé innan stórfjölskyldunnar, verður að gera það með erfðaskrá. Með erfðaskrá er heimilt að ráðstafa þriðjungi eigna sinna með bréfarfi. Með fyrirframgreiddum arfi er greiddur 10% erfðafjárskattur af verðmætunum sem eru afhent með þessum hætti. Því er aðeins öðruvísi farið við andlát þegar dánarbú er gert upp með þeim hætti að ákveðin fjárhæð í dag kr. 1.500.000 er skattfrjáls við uppgjör dánarbúa, en það er ekki þannig með fyrirframgreiddan arf. Það er alltaf greiddur 10% skattur af verðmæti þess sem erfist,“ segir Pétur Steinn. Pétur Steinn segir algengt að eignir séu færðar á milli kynslóða með fyrirfram greiddum arfi eða framsali hlutabréfa. Framsal hlutabréfa „Þegar einstaklingur selur hlutabréf til annars aðila, getur myndast söluhagnaður sem byggir á að söluverðið er hærra en upphaflegt kaupverð bréfanna og greiddur er 22% skattur af söluhagnaði. Söluverðmæti hlutabréfa í viðskiptum til barna eiga að miðast við sama verð eins og um ótengdan aðila væri að ræða í viðskiptum við foreldrið. Ef þessa er ekki gætt getur verið um gjöf að ræða sem getur leitt til þess að síðar meir verði barnið, sem fékk gjöfina, krafið um tekjuskatt af mismuninum af raunverulegum verðmætum hlutabréfanna og þeirra verðmæta sem miðað var við í viðskiptunum, enda litið svo á að um gjöf sé að ræða. Ef einkahlutafélag eða hlutafélag selur hlutabréf sem það á í þriðja aðila, er það ekki skattlagt hjá seljanda. Samkvæmt tekjuskattslögum er meginreglan sú að söluhagnað hlutabréfa eigi að skattleggja, en sérstaka frádráttarheimild er að finna í lögunum sem þurrkar hagnaðinn út og því verður ekki um skattlagningu að ræða,“ segir Pétur Steinn. Er þetta flókið og langt ferli? „Þetta er einföld leið, ef verðmætin liggja fyrir, mjög skýr og fljótleg því ferlið í gegnum sýslumann tekur mjög stuttan tíma. Þetta er líka nokkuð endanleg leið, því þegar búið er að greiða erfðafjárskattinn á ekki að koma upp spurningar á síðari stigum um verðmæti eða tilurð þess að fyrirframgreiddur arfur var greiddur,“ segir Pétur Steinn.
Góðu ráðin Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira