Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:53 Anna Björk Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr leikmaður Selfossliðsins á dögunum. Hér er hún með Selfoss trefilinn á bökkum Ölfusár. Mynd/Selfoss Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira