Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:53 Anna Björk Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr leikmaður Selfossliðsins á dögunum. Hér er hún með Selfoss trefilinn á bökkum Ölfusár. Mynd/Selfoss Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira