Skora á Íslendinga og utanríkisráðherra að fordæma ungversk stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 14:28 Regnboginn, táknmynd fjölbreytileikans og hinsegin samfélagsins, prýðir Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira