Aldrei fleiri mörk í framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2020 23:00 Morata fagnar marki sínu í gær á meðan Llorente er á fleygiferð framhjá honum. Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti