Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 12:31 Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00