Laust fyrir klukkan fjögur í dag var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna manns sem hafði fallið sex metra við klifur. Slysið átti sér stað á klifursvæðinu Hnappavallahömrum við Fagurhólsmýri.
TF-EIR lenti á svæðinu klukkan 17:26 að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og flutti manninn á Landspítalann.
Þyrlan lenti við spítalann klukkan 19 í kvöld.