Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2020 20:06 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“ Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira