Fjöldi lítilla fyrirtækja komi ekki á óvart Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. maí 2020 23:00 Ingibjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri Litla Íslands. Vísir Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“ Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“
Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50