Sportpakkinn: Valur felldi HK, ÍR gerði góða ferð til Eyja og Fram heldur í vonina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 16:15 Daníel Freyr Andrésson varði vel gegn HK og skoraði auk þess tvö mörk. vísir/bára Valsmenn stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla með sigri á HK, 33-26, í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í 20. umferð deildarinnar í gær. Arnar Björnsson fór yfir þá. Valur heldur traustataki í 1. sætið eftir sigur á HK, 33-26. HK hélt í við Val í fyrri hálfleik, jafnaði metin í 12-12 en Valur skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. HK jafnaði í 15-15 í byrjun seinni hálfleiks en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og vann að lokum sjö marka sigur. Daníel Freyr Andrésson var góður í marki Vals og skoraði að auki tvö mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk og þeir Arnór Snær Óskarsson og Róbert Aron Hostert fimm mörk hvor. Blær Hinriksson og Kristján Ottó Hjálmsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk. Með tapinu er endanlega ljóst að HK er fallið úr Olís-deildinni. Afturelding gat komist í 2. sætið í sólarhring að minnsta kosti og náði snemma þriggja marka forystu gegn botnliði Fjölnis. Gestirnir jöfnuðu metin í 9-9 þegar skammt var til leikhlés en Mosfellingar voru með eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Þá forystu geta þeir þakkað Arnóri Frey Stefánssyni sem var frábær í markinu. Afturelding hafði undirtökin í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-21. Arnór Freyr varði rúmlega 20 skot í markinu og Guðmundur Árni Ólafsson skilaði sínu, skoraði tíu mörk. Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með fimm mörk. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV voru ólseigir gegn ÍR í Eyjum í gærkvöldi og voru komnir með átta marka forystu þegar fyrri hálfleik var að ljúka, staðan 20-12. Hákon Daði Styrmisson fór fyrir liði ÍBV og skoraði sex mörk á fyrstu 14 mínútunum. ÍR skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleiknum. ÍBV var áfram skrefi á undan en eftir fjögur mörk ÍR í röð var staðan jöfn 26-26 þegar tíu mínútur voru eftir. Jafnt var á næstu tölum Þrándur Gíslason Roth jafnaði metin í 27-27. Hann reyndist Eyjamönnum erfiður þetta var fimmta mark hans á skömmum tíma í hálfleiknum. Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir, hann skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði sjö, öll í fyrri hálfleik. Spennan var mikil og Sveinn Andri Sveinsson braust í gegn og jafnaði metin í 28-28 og fiskaði í leiðinni Arnór Viðarsson af velli, þriðja brottvísunin á Eyjamanninn og þar með hafði hann lokið leik þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið nýttu ekki næstu sóknir sínar, Elliði Snær Viðarsson vann boltann af ÍR-ingum og Thedór Sigurbjörnsson brunaði fram og kom Eyjamönnum yfir, 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Björgvin Hólmgeirsson var fljótur að jafna metin, skoraði sjötta mark sitt með glæsilegu gegnum broti. Markið var dýrt fyrir Eyjamenn því Róbert Sigurðsson var rekinn útaf. ÍR-ingar börðust eins og ljón í vörninni og Theódór skaut framhjá. ÍR-ingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Kristján Orri Jóhannsson fór innúr hægra horninu þegar tvær mínútur voru eftir og skoraði 30. mark ÍR. ÍR-ingar voru komnir með forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Hann skoraði sex mörk fyrir ÍR líkt og Björgvin og Þrándur. Eyjamenn nýttu ekki tækifærið til að jafna og Sveinn Andri skoraði síðasta markið í lokin og ÍR vann 29-31. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR-ingar eru ofar á stigatöflunni. Breiðhyltingar unnu báða leiki liðanna í deildinni. Stjarnan gat farið langt með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Fram. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leikinn. Fram skoraði tvö fyrstu mörkin og var með forystuna framan af en Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik. Munurinn varð aldrei mikill, liðin skiptust á um að hafa forystu en Fram var yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá Fram, skoraði átta mörk og hann kom Fram í 22-21. Fram vann boltann og tók leikhlé en náðu í kjölfarið ekki tveggja marka forystu, Brynjar Darri Baldursson varði og Tandri Már Konráðsson jafnaði metin með áttunda marki sínu. Staðan var 22-22 þegar tvær mínútur voru eftir. Aron Gauti Óskarsson skoraði markið sem réði úrslitum. Fram vann 23-22 og er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni í harðri baráttu um 8. sætið í deildinni. Fram á eftir að spila við tvö af liðunum sem eru í toppbaráttunni, Selfyssingum heima og gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferðinni. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: ÍR-ingar gerðu góða ferð til Eyja Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Valsmenn stigu stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla með sigri á HK, 33-26, í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í 20. umferð deildarinnar í gær. Arnar Björnsson fór yfir þá. Valur heldur traustataki í 1. sætið eftir sigur á HK, 33-26. HK hélt í við Val í fyrri hálfleik, jafnaði metin í 12-12 en Valur skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. HK jafnaði í 15-15 í byrjun seinni hálfleiks en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og vann að lokum sjö marka sigur. Daníel Freyr Andrésson var góður í marki Vals og skoraði að auki tvö mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sjö mörk og þeir Arnór Snær Óskarsson og Róbert Aron Hostert fimm mörk hvor. Blær Hinriksson og Kristján Ottó Hjálmsson voru markahæstir hjá HK með fimm mörk. Með tapinu er endanlega ljóst að HK er fallið úr Olís-deildinni. Afturelding gat komist í 2. sætið í sólarhring að minnsta kosti og náði snemma þriggja marka forystu gegn botnliði Fjölnis. Gestirnir jöfnuðu metin í 9-9 þegar skammt var til leikhlés en Mosfellingar voru með eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Þá forystu geta þeir þakkað Arnóri Frey Stefánssyni sem var frábær í markinu. Afturelding hafði undirtökin í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 25-21. Arnór Freyr varði rúmlega 20 skot í markinu og Guðmundur Árni Ólafsson skilaði sínu, skoraði tíu mörk. Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með fimm mörk. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV voru ólseigir gegn ÍR í Eyjum í gærkvöldi og voru komnir með átta marka forystu þegar fyrri hálfleik var að ljúka, staðan 20-12. Hákon Daði Styrmisson fór fyrir liði ÍBV og skoraði sex mörk á fyrstu 14 mínútunum. ÍR skoraði tvö síðustu mörkin í hálfleiknum. ÍBV var áfram skrefi á undan en eftir fjögur mörk ÍR í röð var staðan jöfn 26-26 þegar tíu mínútur voru eftir. Jafnt var á næstu tölum Þrándur Gíslason Roth jafnaði metin í 27-27. Hann reyndist Eyjamönnum erfiður þetta var fimmta mark hans á skömmum tíma í hálfleiknum. Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir, hann skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði sjö, öll í fyrri hálfleik. Spennan var mikil og Sveinn Andri Sveinsson braust í gegn og jafnaði metin í 28-28 og fiskaði í leiðinni Arnór Viðarsson af velli, þriðja brottvísunin á Eyjamanninn og þar með hafði hann lokið leik þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Bæði lið nýttu ekki næstu sóknir sínar, Elliði Snær Viðarsson vann boltann af ÍR-ingum og Thedór Sigurbjörnsson brunaði fram og kom Eyjamönnum yfir, 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Björgvin Hólmgeirsson var fljótur að jafna metin, skoraði sjötta mark sitt með glæsilegu gegnum broti. Markið var dýrt fyrir Eyjamenn því Róbert Sigurðsson var rekinn útaf. ÍR-ingar börðust eins og ljón í vörninni og Theódór skaut framhjá. ÍR-ingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Kristján Orri Jóhannsson fór innúr hægra horninu þegar tvær mínútur voru eftir og skoraði 30. mark ÍR. ÍR-ingar voru komnir með forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Hann skoraði sex mörk fyrir ÍR líkt og Björgvin og Þrándur. Eyjamenn nýttu ekki tækifærið til að jafna og Sveinn Andri skoraði síðasta markið í lokin og ÍR vann 29-31. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR-ingar eru ofar á stigatöflunni. Breiðhyltingar unnu báða leiki liðanna í deildinni. Stjarnan gat farið langt með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á Fram. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leikinn. Fram skoraði tvö fyrstu mörkin og var með forystuna framan af en Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik. Munurinn varð aldrei mikill, liðin skiptust á um að hafa forystu en Fram var yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá Fram, skoraði átta mörk og hann kom Fram í 22-21. Fram vann boltann og tók leikhlé en náðu í kjölfarið ekki tveggja marka forystu, Brynjar Darri Baldursson varði og Tandri Már Konráðsson jafnaði metin með áttunda marki sínu. Staðan var 22-22 þegar tvær mínútur voru eftir. Aron Gauti Óskarsson skoraði markið sem réði úrslitum. Fram vann 23-22 og er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni í harðri baráttu um 8. sætið í deildinni. Fram á eftir að spila við tvö af liðunum sem eru í toppbaráttunni, Selfyssingum heima og gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferðinni. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: ÍR-ingar gerðu góða ferð til Eyja
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. 11. mars 2020 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Fjölnir er fallinn úr deildinni en Afturelding er í fjórða sæti og ætlar sér enn hærra. 11. mars 2020 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 33-26 | HK fallið HK er fallið eftir tap gegn toppliði Vals. 11. mars 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Fram hélt möguleika sínum á úrslitakeppnum á lífi er liðið vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld en einu stigi munar nú á liðunum í 8. og 9. sæti deildarinnar. 11. mars 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Bikarmeistarar ÍBV og ÍR eru jöfn eftir leik dagsins. 11. mars 2020 20:00